Lífið

Sátt við lífið

Andie MacDowell segist ætla að leika svo lengi sem hún hafi gaman af. nordicphotos/getty
Andie MacDowell segist ætla að leika svo lengi sem hún hafi gaman af. nordicphotos/getty

Andie MacDowell segist ekki vilja hætta að leika þrátt fyrir að vera komin á miðjan aldur.

„Ég fæ kannski ekki lengur aðalhlutverkin þar sem svo margar kvikmyndir fjalla um ungt fólk, en ég neita að hætta að leika á meðan ég hef gaman af því.“ MacDowell er orðin 52 ára gömul og segist sátt í eigin skinni.

„Þegar ég starfaði sem fyrir­sæta í nokkur ár átti ég orðið erfitt með að halda mér mjög grannri. Þegar umboðsmaður minn skipaði mér að grenna mig sagði ég honum að fólk yrði bara að taka mér eins og ég væri. Stuttu síðar gerði ég samning við Calvin Klein og fékk hlutverk í kvikmynd.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.