Lífið

Föðurlaus Kesha

Kesha segist ekki vita hver faðir sinn er en telur sig ekki hafa misst af miklu. nordicphotos/getty
Kesha segist ekki vita hver faðir sinn er en telur sig ekki hafa misst af miklu. nordicphotos/getty

Bandaríska söngkonan Kesha, sem sló í gegn með laginu Tik Tok, viðurkenndi í viðtali við tónlistartímaritið Rolling Stone að hún viti ekki hver faðir sinn er.

„Móðir mín var mjög upptekin af stjörnumerkjum og vildi eignast barn í fiskamerkinu og gekk í málið. Ég hef oft velt því fyrir mér hver faðir minn gæti verið. Móðir mín talaði oft um menn sem voru kallaðir Pat, Bob og John. Þetta er skemmtilegt umræðuefni fyrir aðra, en ekki fyrir mig. Ég er ekki heltekin af þessu, kannski er ég í afneitun, kannski þarf ég að leita mér sálfræðiaðstoðar. En ég tel að ég hafi átt góða barnæsku og finnst ekki sem ég hafi misst af miklu.“

Söngkonan sagðist jafnframt hafa fengið nokkur símtöl eftir að hún varð fræg frá ókunnugum karlmönnum sem halda því fram að þeir séu feður hennar. „Ég hef ekki farið í blóðprufur heldur treysti ég eðlisávísuninni hvað þessu viðkemur.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.