Vill landið úr höndum hagsmunahópa 8. september 2010 08:00 Íslendingar verða að stefna að sameiginlegu markmiði til að koma landinu upp úr kreppunni. Mikilvægt er að styðja við uppbyggingu nýrra geira hér, segir prófessor Seiichiro Yonekura. Fréttablaðið/Anton Stjórnvöld eiga að nýta kreppuna og byggja upp nýjan iðnað. Draga á úr stuðningi við landbúnað, sjávarútveg og áliðnað. Þrátt fyrir áherslu á ferðaþjónustu má ganga enn lengra, að sögn Seiichiro Yonekura, forstöðumanns í nýsköpunarfræðum við Hitotsubashi-háskólann í Japan. Gera verður landið að einu kjördæmi og færa ákvarðanavald frá sveitarstjórnum til stjórnvalda. Það styður betur við nýsköpun. Þá eiga stjórnvöld að móta stefnu til framtíðar og velja hvaða geira skuli styðja við. Kreppan er tilvalið augnablik til mikilvægra sviptinga, jákvæðra breytinga. Þetta segir dr. Seiichiro Yonekura, forstöðumaður rannsóknamiðstöðvar í nýsköpunarfræðum við Hitotsubashi-háskólann í Tókýó. Hann mælir með því að dregið verði úr stuðningi við landbúnað, uppbyggingu í áliðnaði og stuðningi við sjávarútveg. Það hafi verið gert nógu lengi. Snúa verði við blaðinu og láta fyrirtæki í þessum geira standa á eigin fótum, þau geti aðlagast. Yonekura flutti erindi í síðustu viku á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs Íslands, Sendiráðs Japans á Íslandi, Háskólans í Reykjavík og japanskra fræða við Háskóla Íslands þar sem hann fjallaði um uppbyggingu nýrra atvinnuvega. Veljið sigurvegaraYonekura sagði í samtali við Fréttablaðið Japan hafa verið í rúst í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Yoshida Shigeru, forsætisráðherra Japans árin 1946 til 1947, hafi sett á laggirnar nefnd sérfræðinga sem hafi ákveðið að leggja áherslu á uppbyggingu atvinnulífsins. Ekki hafi verið byggt á þeim þáttum sem fyrir voru, svo sem landbúnaði, heldur ákveðið að leggja áherslu á stáliðnað, kolavinnslu, skipasmíði og uppbyggingu í efnaiðnaði. Þessir geirar hafi stutt hver við annan og til dæmis bílaframleiðsla sprottið upp úr því. Þá hafi efnaiðnaðurinn stutt við matvælaframleiðslu og landið orðið sjálfbærara. Það sama hafi verið gert í öðrum Asíuríkjum eftir fjármálakreppuna, svo sem í Suður-Kóreu en þar var byggður upp hátæknigeiri og kraftur settur í bílaframleiðslu. Með þessu móti hafi stjórnvöld valið sigurvegara, þá geira sem áttu að standa upp úr. Yonekura segir Japana hafa gengið í takt eftir seinni heimsstyrjöld og landið því risið fljótt úr rústunum. Öðru máli gegni hér. „Þið eru aðeins um 320 þúsund og skortir samstöðu. Það er ótrúlegt,“ segir Yonekura og bendir á að Íslendingar séu álíka margir og starfsmenn í alþjóðlegu fyrirtæki. Þar geti allir stefnt að sama marki. Blaðinu snúið við í kreppuYonekura segir mikilvægt að nýta kreppuna til að leggja áherslu á uppbyggingu nýs iðnaðar hér á landi, svo sem í umhverfistækni. Hann vill sjá hér grænna samfélag í verki, svo sem fleiri raf- og metanbíla og þjónustu við þá auk bættrar endurvinnslu og aukins næmis fyrir umhverfi og náttúru. Þessir þættir tengjast allir ferðamennsku og þjónustu nánum böndum. Hann segir erfitt að geta sér til um ástæðu þess að hér þokist lítið í þessa átt en telur ekki útilokað að það skýrist af því að alþingismenn og aðrir sem stjórni landinu séu fáir með sérfræðimenntun. Að baki þeim standi sérhagsmunahópar, sem togi hver í sína áttina. Það skili sér í því að þjóðin gangi ekki í takt og virðist fremur spóla í sama farinu en ganga inn í framtíðina, jafnvel verða fyrirmynd og virkur þátttakandi í alþjóðasamfélaginu. „Þið verðið að láta sérfræðinga móta framtíðarstefnuna, ekki leikmenn, sem hafa ekki þekkingu til þess, eða hagsmunahópa. Í nútímanum er þetta spurning um að snæða eða verða snæddur. Ég er hræddur um að þið eigið á hættu að falla í seinni hópinn,“ segir hann. @Mark.Undirskrift:jonab@frettabladid.is Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Stjórnvöld eiga að nýta kreppuna og byggja upp nýjan iðnað. Draga á úr stuðningi við landbúnað, sjávarútveg og áliðnað. Þrátt fyrir áherslu á ferðaþjónustu má ganga enn lengra, að sögn Seiichiro Yonekura, forstöðumanns í nýsköpunarfræðum við Hitotsubashi-háskólann í Japan. Gera verður landið að einu kjördæmi og færa ákvarðanavald frá sveitarstjórnum til stjórnvalda. Það styður betur við nýsköpun. Þá eiga stjórnvöld að móta stefnu til framtíðar og velja hvaða geira skuli styðja við. Kreppan er tilvalið augnablik til mikilvægra sviptinga, jákvæðra breytinga. Þetta segir dr. Seiichiro Yonekura, forstöðumaður rannsóknamiðstöðvar í nýsköpunarfræðum við Hitotsubashi-háskólann í Tókýó. Hann mælir með því að dregið verði úr stuðningi við landbúnað, uppbyggingu í áliðnaði og stuðningi við sjávarútveg. Það hafi verið gert nógu lengi. Snúa verði við blaðinu og láta fyrirtæki í þessum geira standa á eigin fótum, þau geti aðlagast. Yonekura flutti erindi í síðustu viku á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs Íslands, Sendiráðs Japans á Íslandi, Háskólans í Reykjavík og japanskra fræða við Háskóla Íslands þar sem hann fjallaði um uppbyggingu nýrra atvinnuvega. Veljið sigurvegaraYonekura sagði í samtali við Fréttablaðið Japan hafa verið í rúst í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Yoshida Shigeru, forsætisráðherra Japans árin 1946 til 1947, hafi sett á laggirnar nefnd sérfræðinga sem hafi ákveðið að leggja áherslu á uppbyggingu atvinnulífsins. Ekki hafi verið byggt á þeim þáttum sem fyrir voru, svo sem landbúnaði, heldur ákveðið að leggja áherslu á stáliðnað, kolavinnslu, skipasmíði og uppbyggingu í efnaiðnaði. Þessir geirar hafi stutt hver við annan og til dæmis bílaframleiðsla sprottið upp úr því. Þá hafi efnaiðnaðurinn stutt við matvælaframleiðslu og landið orðið sjálfbærara. Það sama hafi verið gert í öðrum Asíuríkjum eftir fjármálakreppuna, svo sem í Suður-Kóreu en þar var byggður upp hátæknigeiri og kraftur settur í bílaframleiðslu. Með þessu móti hafi stjórnvöld valið sigurvegara, þá geira sem áttu að standa upp úr. Yonekura segir Japana hafa gengið í takt eftir seinni heimsstyrjöld og landið því risið fljótt úr rústunum. Öðru máli gegni hér. „Þið eru aðeins um 320 þúsund og skortir samstöðu. Það er ótrúlegt,“ segir Yonekura og bendir á að Íslendingar séu álíka margir og starfsmenn í alþjóðlegu fyrirtæki. Þar geti allir stefnt að sama marki. Blaðinu snúið við í kreppuYonekura segir mikilvægt að nýta kreppuna til að leggja áherslu á uppbyggingu nýs iðnaðar hér á landi, svo sem í umhverfistækni. Hann vill sjá hér grænna samfélag í verki, svo sem fleiri raf- og metanbíla og þjónustu við þá auk bættrar endurvinnslu og aukins næmis fyrir umhverfi og náttúru. Þessir þættir tengjast allir ferðamennsku og þjónustu nánum böndum. Hann segir erfitt að geta sér til um ástæðu þess að hér þokist lítið í þessa átt en telur ekki útilokað að það skýrist af því að alþingismenn og aðrir sem stjórni landinu séu fáir með sérfræðimenntun. Að baki þeim standi sérhagsmunahópar, sem togi hver í sína áttina. Það skili sér í því að þjóðin gangi ekki í takt og virðist fremur spóla í sama farinu en ganga inn í framtíðina, jafnvel verða fyrirmynd og virkur þátttakandi í alþjóðasamfélaginu. „Þið verðið að láta sérfræðinga móta framtíðarstefnuna, ekki leikmenn, sem hafa ekki þekkingu til þess, eða hagsmunahópa. Í nútímanum er þetta spurning um að snæða eða verða snæddur. Ég er hræddur um að þið eigið á hættu að falla í seinni hópinn,“ segir hann. @Mark.Undirskrift:jonab@frettabladid.is
Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent