Elsa Bára Traustadóttir: Hver gætir hagsmuna barna á Álftanesi? Elsa Bára Traustadóttir skrifar 19. maí 2010 15:48 Ég er borgarbúi í hjarta mínu. Ég er fædd og uppalin í Reykjavík og fyrsta íbúð okkar hjóna var við mestu umferðina í miðborginni. Okkur fannst það frábært en í dag búum við á Álftanesi og það er líka frábært. Svo gott að viljum vera hér áfram með börnin okkar. Við áttum viðkomu í öðrum löndum þar sem við bjuggum í litlum bæjarfélögum sem okkur þótti gott að ala upp börn í. Lítið samfélag rétt utan borgar gerði okkur einnig kleift að njóta þess góða sem borgin hafði upp á að bjóða. Þegar fjölskyldan flutti til Íslands langaði okkur að búa nálægt Reykjavík í samfélagi með ungu og eldra fólki, með íslenskri náttúru þar sem tækifæri til útiveru væru næg, góður skóli, sundlaug og tækifæri til íþrótta- og tómstunda. Sundlaug og grænn miðbær á teikniborðinu Við féllum fyrir Álftanesi. Þegar við komum hingað blasti við okkur hafið í kring, fjallasýnin og Snæfellsjökull. Okkur leist vel á skólann og tónlistarskólinn er rekinn þar. Það er líka félagsmiðstöð og myndarlegt íþróttahús sem til stóð að gera enn veglegra með glæsilegri sundlaug eins og þær gerast bestar á Íslandi. Það var líka gert skömmu eftir að við fluttum hingað. Skólinn og íþróttamannvirkin eru ásamt leikskólunum á miðsvæði Álftaness sem iðar af lífi. Í framhaldi af byggingu nýrrar sundlaugar hefur lengi staðið til að byggja íbúðir fyrir eldri borgara ásamt húsnæði fyrir nauðsynlega nærþjónustu eins og matvörubúð, bakarí, kaffihús eða annan lítinn veitingarekstur sem hæfir þörf svæðisins. Stefna þáverandi bæjarstjórnar, Á-listans var að byggja upp atvinnulíf sem tæki tillit til sérstöðu Álftaness og náttúrunnar í kring. Þetta eru nokkrar ástæður þess að við völdum að búa á Álftanesi og við erum ánægð með að hafa fengið að njóta þess að búa hér. „Það er hægt að gera svo margt á Álftanesi" segja börnin mín. „Við höfum íþróttahús til að æfa alls konar íþróttir í, æðislega sundlaug með öllu, fjörur til að fara með hundinn í göngutúr, golfvöll, tónlistarskóla, vera með hesta, hjóla og fara á línuskauta, vera í skátunum, það er góður skóli og bara allt!" Það hefur verið mjög gott að vera barn á Álftanesi undanfarin ár.D-listinn hóf niðurskurð á þjónustu og hækkaði gjöld Það gekk á ýmsu í bæjarstjórnarmálunum í vetur og ný D-lista bæjarstjórn hóf störf sín með því að skera niður allt sem hægt var sem við kom barnafjölskyldum: Leikskólagjöld og skólamáltíðir hækkuðu, opnunartími sundlaugarinnar var skertur, styrkur til íþrótta- og tómstundastarfa barna var felldur niður og til stóð að bjóða ekki upp á sumarnámskeið eða unglinga- og bæjarvinnu í sumar. Bæjarfulltrúar Á-lista lögðu til aðrar leiðir en þennan stórfellda niðurskurð en á það var ekki hlustað og voru allar tillögur þeirra felldar. Fjárhagsstjórnin þurfti að taka fram fyrir hendur meirihlutans Bæjarstjórnin bakkaði þó með þá ákvörðun að fella allt sumarstarf niður -eða gerði bæjarstjórn D-listans það? Á íbúafundi nýverið kom í ljós að það var alls ekki þeirra frumkvæði heldur fjárhagsstjórnarinnar, sem er lögmannsstofa í Reykjavík sem falið hefur verið að hafa umsjón með fjárútlátum sveitarfélagsins. Ef mýtan um kaldlyndi lögmanna væri sönn væri þeim slétt sama um hagsmuni barna og unglinga á Álftanesi -það er ekki þeirra vinna. Þau eiga bara að passa að peningum sé ekki eytt að þarflausu. Þessi lögmannsstofa benti núverandi bæjarstjórn (sem er hins vegar á launum við að gæta hagsmuna íbúa sveitarfélagsins, hér undir hagsmuna barnanna í sveitarfélaginu) á þá staðreynd að slíkar sparnaðaraðgerðir hefðu samfélagslega skaðleg áhrif og að útgjöldum af þessu tagi væri því vel varið. Vegna þess að fjárhagsstjórnin hafði snefil af ábyrgðarkennd gagnvart börnunum á Álftanesi verður unglinga- og bæjarvinna auk sumarnámskeiða hér í sumar. Það er ekki góðviljaverk eða umhyggja bæjarstjórnar D-listans. Mér finnst óhugnarlegt að börnin hér þurfi að reiða sig á velvild ókunnugra því þeir sem eru ráðnir til að gæta hagsmuna þeirra gera það ekki. Á Álftanesi býr sem betur fer fjöldinn allur af skynsömu fólki sem ekki er sama um samfélag sitt og uppeldisaðstæður barnanna og ég treysti því að það velji sér nýja bæjarstjórn með hagsmuni barnanna á Álftanesi að leiðarljósi. Við sem skipum Á-listann munum leggja okkur fram um að bæta þjónustu við barnafjölskyldur. Því skiptir öllu að Á-listinn fái góðan stuðning í komandi kosningum. Höfundur skipar 7. Sæti Á-listans á Álftanesi fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Ég er borgarbúi í hjarta mínu. Ég er fædd og uppalin í Reykjavík og fyrsta íbúð okkar hjóna var við mestu umferðina í miðborginni. Okkur fannst það frábært en í dag búum við á Álftanesi og það er líka frábært. Svo gott að viljum vera hér áfram með börnin okkar. Við áttum viðkomu í öðrum löndum þar sem við bjuggum í litlum bæjarfélögum sem okkur þótti gott að ala upp börn í. Lítið samfélag rétt utan borgar gerði okkur einnig kleift að njóta þess góða sem borgin hafði upp á að bjóða. Þegar fjölskyldan flutti til Íslands langaði okkur að búa nálægt Reykjavík í samfélagi með ungu og eldra fólki, með íslenskri náttúru þar sem tækifæri til útiveru væru næg, góður skóli, sundlaug og tækifæri til íþrótta- og tómstunda. Sundlaug og grænn miðbær á teikniborðinu Við féllum fyrir Álftanesi. Þegar við komum hingað blasti við okkur hafið í kring, fjallasýnin og Snæfellsjökull. Okkur leist vel á skólann og tónlistarskólinn er rekinn þar. Það er líka félagsmiðstöð og myndarlegt íþróttahús sem til stóð að gera enn veglegra með glæsilegri sundlaug eins og þær gerast bestar á Íslandi. Það var líka gert skömmu eftir að við fluttum hingað. Skólinn og íþróttamannvirkin eru ásamt leikskólunum á miðsvæði Álftaness sem iðar af lífi. Í framhaldi af byggingu nýrrar sundlaugar hefur lengi staðið til að byggja íbúðir fyrir eldri borgara ásamt húsnæði fyrir nauðsynlega nærþjónustu eins og matvörubúð, bakarí, kaffihús eða annan lítinn veitingarekstur sem hæfir þörf svæðisins. Stefna þáverandi bæjarstjórnar, Á-listans var að byggja upp atvinnulíf sem tæki tillit til sérstöðu Álftaness og náttúrunnar í kring. Þetta eru nokkrar ástæður þess að við völdum að búa á Álftanesi og við erum ánægð með að hafa fengið að njóta þess að búa hér. „Það er hægt að gera svo margt á Álftanesi" segja börnin mín. „Við höfum íþróttahús til að æfa alls konar íþróttir í, æðislega sundlaug með öllu, fjörur til að fara með hundinn í göngutúr, golfvöll, tónlistarskóla, vera með hesta, hjóla og fara á línuskauta, vera í skátunum, það er góður skóli og bara allt!" Það hefur verið mjög gott að vera barn á Álftanesi undanfarin ár.D-listinn hóf niðurskurð á þjónustu og hækkaði gjöld Það gekk á ýmsu í bæjarstjórnarmálunum í vetur og ný D-lista bæjarstjórn hóf störf sín með því að skera niður allt sem hægt var sem við kom barnafjölskyldum: Leikskólagjöld og skólamáltíðir hækkuðu, opnunartími sundlaugarinnar var skertur, styrkur til íþrótta- og tómstundastarfa barna var felldur niður og til stóð að bjóða ekki upp á sumarnámskeið eða unglinga- og bæjarvinnu í sumar. Bæjarfulltrúar Á-lista lögðu til aðrar leiðir en þennan stórfellda niðurskurð en á það var ekki hlustað og voru allar tillögur þeirra felldar. Fjárhagsstjórnin þurfti að taka fram fyrir hendur meirihlutans Bæjarstjórnin bakkaði þó með þá ákvörðun að fella allt sumarstarf niður -eða gerði bæjarstjórn D-listans það? Á íbúafundi nýverið kom í ljós að það var alls ekki þeirra frumkvæði heldur fjárhagsstjórnarinnar, sem er lögmannsstofa í Reykjavík sem falið hefur verið að hafa umsjón með fjárútlátum sveitarfélagsins. Ef mýtan um kaldlyndi lögmanna væri sönn væri þeim slétt sama um hagsmuni barna og unglinga á Álftanesi -það er ekki þeirra vinna. Þau eiga bara að passa að peningum sé ekki eytt að þarflausu. Þessi lögmannsstofa benti núverandi bæjarstjórn (sem er hins vegar á launum við að gæta hagsmuna íbúa sveitarfélagsins, hér undir hagsmuna barnanna í sveitarfélaginu) á þá staðreynd að slíkar sparnaðaraðgerðir hefðu samfélagslega skaðleg áhrif og að útgjöldum af þessu tagi væri því vel varið. Vegna þess að fjárhagsstjórnin hafði snefil af ábyrgðarkennd gagnvart börnunum á Álftanesi verður unglinga- og bæjarvinna auk sumarnámskeiða hér í sumar. Það er ekki góðviljaverk eða umhyggja bæjarstjórnar D-listans. Mér finnst óhugnarlegt að börnin hér þurfi að reiða sig á velvild ókunnugra því þeir sem eru ráðnir til að gæta hagsmuna þeirra gera það ekki. Á Álftanesi býr sem betur fer fjöldinn allur af skynsömu fólki sem ekki er sama um samfélag sitt og uppeldisaðstæður barnanna og ég treysti því að það velji sér nýja bæjarstjórn með hagsmuni barnanna á Álftanesi að leiðarljósi. Við sem skipum Á-listann munum leggja okkur fram um að bæta þjónustu við barnafjölskyldur. Því skiptir öllu að Á-listinn fái góðan stuðning í komandi kosningum. Höfundur skipar 7. Sæti Á-listans á Álftanesi fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun