Elsa Bára Traustadóttir: Hver gætir hagsmuna barna á Álftanesi? Elsa Bára Traustadóttir skrifar 19. maí 2010 15:48 Ég er borgarbúi í hjarta mínu. Ég er fædd og uppalin í Reykjavík og fyrsta íbúð okkar hjóna var við mestu umferðina í miðborginni. Okkur fannst það frábært en í dag búum við á Álftanesi og það er líka frábært. Svo gott að viljum vera hér áfram með börnin okkar. Við áttum viðkomu í öðrum löndum þar sem við bjuggum í litlum bæjarfélögum sem okkur þótti gott að ala upp börn í. Lítið samfélag rétt utan borgar gerði okkur einnig kleift að njóta þess góða sem borgin hafði upp á að bjóða. Þegar fjölskyldan flutti til Íslands langaði okkur að búa nálægt Reykjavík í samfélagi með ungu og eldra fólki, með íslenskri náttúru þar sem tækifæri til útiveru væru næg, góður skóli, sundlaug og tækifæri til íþrótta- og tómstunda. Sundlaug og grænn miðbær á teikniborðinu Við féllum fyrir Álftanesi. Þegar við komum hingað blasti við okkur hafið í kring, fjallasýnin og Snæfellsjökull. Okkur leist vel á skólann og tónlistarskólinn er rekinn þar. Það er líka félagsmiðstöð og myndarlegt íþróttahús sem til stóð að gera enn veglegra með glæsilegri sundlaug eins og þær gerast bestar á Íslandi. Það var líka gert skömmu eftir að við fluttum hingað. Skólinn og íþróttamannvirkin eru ásamt leikskólunum á miðsvæði Álftaness sem iðar af lífi. Í framhaldi af byggingu nýrrar sundlaugar hefur lengi staðið til að byggja íbúðir fyrir eldri borgara ásamt húsnæði fyrir nauðsynlega nærþjónustu eins og matvörubúð, bakarí, kaffihús eða annan lítinn veitingarekstur sem hæfir þörf svæðisins. Stefna þáverandi bæjarstjórnar, Á-listans var að byggja upp atvinnulíf sem tæki tillit til sérstöðu Álftaness og náttúrunnar í kring. Þetta eru nokkrar ástæður þess að við völdum að búa á Álftanesi og við erum ánægð með að hafa fengið að njóta þess að búa hér. „Það er hægt að gera svo margt á Álftanesi" segja börnin mín. „Við höfum íþróttahús til að æfa alls konar íþróttir í, æðislega sundlaug með öllu, fjörur til að fara með hundinn í göngutúr, golfvöll, tónlistarskóla, vera með hesta, hjóla og fara á línuskauta, vera í skátunum, það er góður skóli og bara allt!" Það hefur verið mjög gott að vera barn á Álftanesi undanfarin ár.D-listinn hóf niðurskurð á þjónustu og hækkaði gjöld Það gekk á ýmsu í bæjarstjórnarmálunum í vetur og ný D-lista bæjarstjórn hóf störf sín með því að skera niður allt sem hægt var sem við kom barnafjölskyldum: Leikskólagjöld og skólamáltíðir hækkuðu, opnunartími sundlaugarinnar var skertur, styrkur til íþrótta- og tómstundastarfa barna var felldur niður og til stóð að bjóða ekki upp á sumarnámskeið eða unglinga- og bæjarvinnu í sumar. Bæjarfulltrúar Á-lista lögðu til aðrar leiðir en þennan stórfellda niðurskurð en á það var ekki hlustað og voru allar tillögur þeirra felldar. Fjárhagsstjórnin þurfti að taka fram fyrir hendur meirihlutans Bæjarstjórnin bakkaði þó með þá ákvörðun að fella allt sumarstarf niður -eða gerði bæjarstjórn D-listans það? Á íbúafundi nýverið kom í ljós að það var alls ekki þeirra frumkvæði heldur fjárhagsstjórnarinnar, sem er lögmannsstofa í Reykjavík sem falið hefur verið að hafa umsjón með fjárútlátum sveitarfélagsins. Ef mýtan um kaldlyndi lögmanna væri sönn væri þeim slétt sama um hagsmuni barna og unglinga á Álftanesi -það er ekki þeirra vinna. Þau eiga bara að passa að peningum sé ekki eytt að þarflausu. Þessi lögmannsstofa benti núverandi bæjarstjórn (sem er hins vegar á launum við að gæta hagsmuna íbúa sveitarfélagsins, hér undir hagsmuna barnanna í sveitarfélaginu) á þá staðreynd að slíkar sparnaðaraðgerðir hefðu samfélagslega skaðleg áhrif og að útgjöldum af þessu tagi væri því vel varið. Vegna þess að fjárhagsstjórnin hafði snefil af ábyrgðarkennd gagnvart börnunum á Álftanesi verður unglinga- og bæjarvinna auk sumarnámskeiða hér í sumar. Það er ekki góðviljaverk eða umhyggja bæjarstjórnar D-listans. Mér finnst óhugnarlegt að börnin hér þurfi að reiða sig á velvild ókunnugra því þeir sem eru ráðnir til að gæta hagsmuna þeirra gera það ekki. Á Álftanesi býr sem betur fer fjöldinn allur af skynsömu fólki sem ekki er sama um samfélag sitt og uppeldisaðstæður barnanna og ég treysti því að það velji sér nýja bæjarstjórn með hagsmuni barnanna á Álftanesi að leiðarljósi. Við sem skipum Á-listann munum leggja okkur fram um að bæta þjónustu við barnafjölskyldur. Því skiptir öllu að Á-listinn fái góðan stuðning í komandi kosningum. Höfundur skipar 7. Sæti Á-listans á Álftanesi fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Ég er borgarbúi í hjarta mínu. Ég er fædd og uppalin í Reykjavík og fyrsta íbúð okkar hjóna var við mestu umferðina í miðborginni. Okkur fannst það frábært en í dag búum við á Álftanesi og það er líka frábært. Svo gott að viljum vera hér áfram með börnin okkar. Við áttum viðkomu í öðrum löndum þar sem við bjuggum í litlum bæjarfélögum sem okkur þótti gott að ala upp börn í. Lítið samfélag rétt utan borgar gerði okkur einnig kleift að njóta þess góða sem borgin hafði upp á að bjóða. Þegar fjölskyldan flutti til Íslands langaði okkur að búa nálægt Reykjavík í samfélagi með ungu og eldra fólki, með íslenskri náttúru þar sem tækifæri til útiveru væru næg, góður skóli, sundlaug og tækifæri til íþrótta- og tómstunda. Sundlaug og grænn miðbær á teikniborðinu Við féllum fyrir Álftanesi. Þegar við komum hingað blasti við okkur hafið í kring, fjallasýnin og Snæfellsjökull. Okkur leist vel á skólann og tónlistarskólinn er rekinn þar. Það er líka félagsmiðstöð og myndarlegt íþróttahús sem til stóð að gera enn veglegra með glæsilegri sundlaug eins og þær gerast bestar á Íslandi. Það var líka gert skömmu eftir að við fluttum hingað. Skólinn og íþróttamannvirkin eru ásamt leikskólunum á miðsvæði Álftaness sem iðar af lífi. Í framhaldi af byggingu nýrrar sundlaugar hefur lengi staðið til að byggja íbúðir fyrir eldri borgara ásamt húsnæði fyrir nauðsynlega nærþjónustu eins og matvörubúð, bakarí, kaffihús eða annan lítinn veitingarekstur sem hæfir þörf svæðisins. Stefna þáverandi bæjarstjórnar, Á-listans var að byggja upp atvinnulíf sem tæki tillit til sérstöðu Álftaness og náttúrunnar í kring. Þetta eru nokkrar ástæður þess að við völdum að búa á Álftanesi og við erum ánægð með að hafa fengið að njóta þess að búa hér. „Það er hægt að gera svo margt á Álftanesi" segja börnin mín. „Við höfum íþróttahús til að æfa alls konar íþróttir í, æðislega sundlaug með öllu, fjörur til að fara með hundinn í göngutúr, golfvöll, tónlistarskóla, vera með hesta, hjóla og fara á línuskauta, vera í skátunum, það er góður skóli og bara allt!" Það hefur verið mjög gott að vera barn á Álftanesi undanfarin ár.D-listinn hóf niðurskurð á þjónustu og hækkaði gjöld Það gekk á ýmsu í bæjarstjórnarmálunum í vetur og ný D-lista bæjarstjórn hóf störf sín með því að skera niður allt sem hægt var sem við kom barnafjölskyldum: Leikskólagjöld og skólamáltíðir hækkuðu, opnunartími sundlaugarinnar var skertur, styrkur til íþrótta- og tómstundastarfa barna var felldur niður og til stóð að bjóða ekki upp á sumarnámskeið eða unglinga- og bæjarvinnu í sumar. Bæjarfulltrúar Á-lista lögðu til aðrar leiðir en þennan stórfellda niðurskurð en á það var ekki hlustað og voru allar tillögur þeirra felldar. Fjárhagsstjórnin þurfti að taka fram fyrir hendur meirihlutans Bæjarstjórnin bakkaði þó með þá ákvörðun að fella allt sumarstarf niður -eða gerði bæjarstjórn D-listans það? Á íbúafundi nýverið kom í ljós að það var alls ekki þeirra frumkvæði heldur fjárhagsstjórnarinnar, sem er lögmannsstofa í Reykjavík sem falið hefur verið að hafa umsjón með fjárútlátum sveitarfélagsins. Ef mýtan um kaldlyndi lögmanna væri sönn væri þeim slétt sama um hagsmuni barna og unglinga á Álftanesi -það er ekki þeirra vinna. Þau eiga bara að passa að peningum sé ekki eytt að þarflausu. Þessi lögmannsstofa benti núverandi bæjarstjórn (sem er hins vegar á launum við að gæta hagsmuna íbúa sveitarfélagsins, hér undir hagsmuna barnanna í sveitarfélaginu) á þá staðreynd að slíkar sparnaðaraðgerðir hefðu samfélagslega skaðleg áhrif og að útgjöldum af þessu tagi væri því vel varið. Vegna þess að fjárhagsstjórnin hafði snefil af ábyrgðarkennd gagnvart börnunum á Álftanesi verður unglinga- og bæjarvinna auk sumarnámskeiða hér í sumar. Það er ekki góðviljaverk eða umhyggja bæjarstjórnar D-listans. Mér finnst óhugnarlegt að börnin hér þurfi að reiða sig á velvild ókunnugra því þeir sem eru ráðnir til að gæta hagsmuna þeirra gera það ekki. Á Álftanesi býr sem betur fer fjöldinn allur af skynsömu fólki sem ekki er sama um samfélag sitt og uppeldisaðstæður barnanna og ég treysti því að það velji sér nýja bæjarstjórn með hagsmuni barnanna á Álftanesi að leiðarljósi. Við sem skipum Á-listann munum leggja okkur fram um að bæta þjónustu við barnafjölskyldur. Því skiptir öllu að Á-listinn fái góðan stuðning í komandi kosningum. Höfundur skipar 7. Sæti Á-listans á Álftanesi fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar