Erlent

Hamfarir í Rússlandi

Frá Rússlandi.
Frá Rússlandi. Mynd/AFP
Beðið var fyrir fónarlömbum skógarelda í Rússlandi í hópgöngu í dag. 28 hafa látist og 77 bæir hafa ýmist eyðilaggst eða skemmst af völdum eldanna.

Gangan var í bæ þar sem helmingur af þeim 300 heimilum sem þar eru hafa brunnið til grunna.

Áður en gangan lagði af stað leituðu bæjarbúar í rústum að einhverju til að bjarga, og veltu fyrir sér hvernig þeir geti endureist líf sitt.

Hermenn og sjálfboðaliðar hafa slegist í lið með 22 þúsund slökkviliðsmönnum í að berjast við eldanna, sem loga rétt fyrir utan Moskvu og nálægum héruðum. Þeir hafa náð tökum á eldununum.

Af 774 eldum sem loguðu í dag, kviknuðu nærri 400 síðastliðinn sólarhring. Um 128 þúsund hektara loga.

Stór hluti af vestur og mið Rússlandi glímur við alvarlega þurrka. Gróður er skraufaþurr á þessum slóðum vegna mestu hitabylgju, sem komið hefur síðan mælingar hófust fyrir 130 árum. Þá er víða vindur.

Þúsundir manna hafa þurft að flýja svæðin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×