Erlent

Brúnn sykur lítið hollari en hvítur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ef þú þarft  að velja, skaltu gera það vegna bragðsins
Ef þú þarft að velja, skaltu gera það vegna bragðsins
Brúnn sykur er ekki hollari en venjulegur hvítur sykur, segir danski næringarfræðingurinn Katja Maria Jackson. Í samtali við Danmarks Radio segir Katja að brúnn sykur sé einfaldlega hvítur sykur sem sé húðaður með svokölluðum melassa, en það er dökkbrúnt sýróp sem er búið til úr sykurreyr.

Melassinn gerir það að verkum að næringargildið er örlítið meira í brúnum sykri en hvítum en ekki nægjanlega mikið til að það geti nokkru máli skipt, að mati Kötju Maríu Jackson.

Katja segir því að ef fólk stendur frammi fyrir vali á milli þess hvort það eigi að nota hvítan sykur eða brúnan sykur í kaffið sitt þá eigi það að velja þann sykur sem því þykur bestur á bragðið. Það sé tilgangslaust að velja eftir næringargildinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×