Erlent

Hollenski herinn fer frá Afganistan

Hermenn við störf í Afganistan.
Hermenn við störf í Afganistan. Mynd/AFP
Veru hollenska hersins í Afganistan lýkur í dag þegar Bandaríkjamenn og Ástralir taka formlega við öryggisgæslu í Uruzgan héraðinu í mið-Afganistan. Hollendingar hafa að meðaltali verið með um tvö þúsund hermenn í Afganastan síðastliðin fjögur ár.

Nató óskaði eftir áframhaldindi veru hollenska hersins en almenningur í Hollandi hefur verið mótfallinn þátttöku Hollendinga í stríðinu. Þetta varð til þess að ríkisstjórn Hollands sprakk í vetur. Alls létu 24 hollenskir hermenn lífið í Afganistan og 140 særðust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×