Lífið

Bret Michaels útskrifaður

Bret fékk heilablóðfall fyrir tveimur vikum.
Bret fékk heilablóðfall fyrir tveimur vikum.
Söngvari Poison, Bret Michaels, var útskrifaður af spítala í gær og stefnir á að halda áfram tónleikahaldi í sumar og haust.

Söngvarinn fékk heilablóðfall fyrir tveimur vikum og var milli heims og helju í heila viku. Fyrir nokkrum dögum fór honum að batna verulega.

Læknar hans ætla að fylgjast vel með honum á næstu vikum og vilja ekki tjá sig um tónleikaáætlanir söngvarans.






Tengdar fréttir

Bret er á batavegi

Systir Brets Michaels, söngvara hljómsveitarinnar Poison, segir að hann sé á batavegi eftir að hafa fengið alvarlegt heilablóðfall á dögunum. „Hlutirnir líta betur út núna. Það var gott í honum hljóðið, alla vega miðað við aðstæður,“ sagði hún. „Hann virtist vera í ágætu ásigkomulagi og vissi hvað hann var að segja. Hann hljómaði eins og Bret. Ég held að hann eigi eftir að lifa lengur en við öll.“ Blaðamannafundur verður haldinn í næstu viku þar sem læknar útskýra betur ástand hins 47 ára söngvara og batahorfur.

Söngvari Poison í lífshættu

Bret Michaels, söngvari glysrokksveitarinnar Poison, var fluttur með hraði á sjúkrahús fyrir helgi eftir að hann fékk alvarlegt heilablóðfall. Hann er enn á sjúkrahúsi og var á gjörgæsludeild fyrstu sólarhringana eftir áfallið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.