Umfjöllun: Stríðsdans Framara fyrir norðan Hjalti Þór Hreinsson skrifar 25. mars 2010 20:47 Haraldur Þorvarðarson var markahæstur Framara í kvöld. Fréttablaðið Fram vann frábæran fimm marka sigur á Akureyri fyrir norðan í kvöld. Lokatölur 26-31 fyrir Framara sem hafa nú unnið fjóra af síðustu fimm leikjum. Akureyri hefur tapað tveimur leikjum í röð fyrir liðunum í botnbaráttunni. Fyrri hálfleikur var illa leikinn af hálfu beggja liða. Akureyringar náðu ekki upp einkenni sínu, góðum varnarleik, á meðan þeir skutu hræðilega illa úr góðum færum. Sókn Framara var að sama skapi ómarkviss og þeir spiluðu heldur ekki góða vörn. Markmenn beggja liða voru þó góðir, báðir með níu skot og báðir vörðu þeir vel úr dauðafærum. Staðan 13-13 í hálfleik. Akureyringar voru hálf sofandi í síðari hálfleiknum. Framarar komust þremur mörkum yfir og hefðu átt að gera meira til að stinga af. Það gekk ekki og Akureyri jafnaði í 20-20 um miðbik hálfleiksins. Enn var ákveðin deyfð yfir leiknum. Framarar voru sterkari á lokasprettinum, þeir náðu upp forskoti og það var eins og Akureyringar hefðu ekki trú á því að þeir gætu unnið stemningslið Framara. Þeir unnu að lokum með fimm mörkum, 26-31. Framarar sýndu mikinn styrk með því að halda út og klára Akureyringa sem voru hreint út sagt slakir í leiknum. Liðið rokkar upp og niður og það var til að mynda frábært fyrir viku þegar það vann FH. Síðan hefur það tapað fyrir Gróttu og nú Fram. Stöðugleikaskortur er helsti óvinur liðsins. Framarar hafa nú unnið fjóra af síðustu fimm leikjum, en vegna arfadapurs árangurs fyrir áramót er liðið enn í harðri botnbaráttu. Það eru þó litlar líkur á að liðið falli ef það heldur áfram að spila af þessari grimmd. Liðið fagnaði ógurlega í leikslok og samheldnin í liðinu er klárlega til staðar. Framarar geta vel við unað eftir sigurinn, þeir skoruðu ellefu mörk gegn sex á síðustu tuttugu mínútum leiksins, og eru vel að sigrinum komnir.Akureyri-Fram 26-31 (13-13)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Gretarsson 6 (15/1), Jónatan Magnússon 4 (8), Árni Þór Sigtryggsson 4 (12), Andri Snær Stefánsson 3/3 (4/4), Heimir Örn Árnason 3 (9), Guðmundur H. Helgason 2 (4), Hörður F. Sigþórsson 2 (6), Geir Guðmundsson 2 (6).Varin skot: Hafþór Einarsson 10 (26) 38%, Hörður Flóki Ólafsson 4 (19) 21%.Hraðaupphlaup: 9 (Oddur 3, Árni 2, Hörður, Geir, Jónatan, Guðmundur, ).Fiskuð víti: 5 (Hörður 2, Oddur 2, Jónatan).Utan vallar: 10 mín.Mörk Fram (skot): Haraldur Þorvarðarson 7 (9), Róbert Aron Hostert 6 (12), Andri Berg Haraldsson 5 (14), Daníel Berg Grétarsson 4 (12), Stefán Stefánsson 3 (4), Guðjón Finnur Drengsson 2 (2), Einar Rafn Eiðsson 2/1 (6), Arnar Hálfdánarson 1 (1), Jóhann Karl Reynisson 1 (1).Varin skot: Magnús Erlendsson 23 (48) 48%, Sigurður Örn Arnarson 1/1 (2/2) % 50%.Hraðaupphlaup: 4 (Stefán, Haraldur, Arnar, Jóhann).Fiskuð víti: 1 (Stefán).Utan vallar: 6 mín.Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Frábærir framan af en misstu tökin undir lokin. Olís-deild karla Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira
Fram vann frábæran fimm marka sigur á Akureyri fyrir norðan í kvöld. Lokatölur 26-31 fyrir Framara sem hafa nú unnið fjóra af síðustu fimm leikjum. Akureyri hefur tapað tveimur leikjum í röð fyrir liðunum í botnbaráttunni. Fyrri hálfleikur var illa leikinn af hálfu beggja liða. Akureyringar náðu ekki upp einkenni sínu, góðum varnarleik, á meðan þeir skutu hræðilega illa úr góðum færum. Sókn Framara var að sama skapi ómarkviss og þeir spiluðu heldur ekki góða vörn. Markmenn beggja liða voru þó góðir, báðir með níu skot og báðir vörðu þeir vel úr dauðafærum. Staðan 13-13 í hálfleik. Akureyringar voru hálf sofandi í síðari hálfleiknum. Framarar komust þremur mörkum yfir og hefðu átt að gera meira til að stinga af. Það gekk ekki og Akureyri jafnaði í 20-20 um miðbik hálfleiksins. Enn var ákveðin deyfð yfir leiknum. Framarar voru sterkari á lokasprettinum, þeir náðu upp forskoti og það var eins og Akureyringar hefðu ekki trú á því að þeir gætu unnið stemningslið Framara. Þeir unnu að lokum með fimm mörkum, 26-31. Framarar sýndu mikinn styrk með því að halda út og klára Akureyringa sem voru hreint út sagt slakir í leiknum. Liðið rokkar upp og niður og það var til að mynda frábært fyrir viku þegar það vann FH. Síðan hefur það tapað fyrir Gróttu og nú Fram. Stöðugleikaskortur er helsti óvinur liðsins. Framarar hafa nú unnið fjóra af síðustu fimm leikjum, en vegna arfadapurs árangurs fyrir áramót er liðið enn í harðri botnbaráttu. Það eru þó litlar líkur á að liðið falli ef það heldur áfram að spila af þessari grimmd. Liðið fagnaði ógurlega í leikslok og samheldnin í liðinu er klárlega til staðar. Framarar geta vel við unað eftir sigurinn, þeir skoruðu ellefu mörk gegn sex á síðustu tuttugu mínútum leiksins, og eru vel að sigrinum komnir.Akureyri-Fram 26-31 (13-13)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Gretarsson 6 (15/1), Jónatan Magnússon 4 (8), Árni Þór Sigtryggsson 4 (12), Andri Snær Stefánsson 3/3 (4/4), Heimir Örn Árnason 3 (9), Guðmundur H. Helgason 2 (4), Hörður F. Sigþórsson 2 (6), Geir Guðmundsson 2 (6).Varin skot: Hafþór Einarsson 10 (26) 38%, Hörður Flóki Ólafsson 4 (19) 21%.Hraðaupphlaup: 9 (Oddur 3, Árni 2, Hörður, Geir, Jónatan, Guðmundur, ).Fiskuð víti: 5 (Hörður 2, Oddur 2, Jónatan).Utan vallar: 10 mín.Mörk Fram (skot): Haraldur Þorvarðarson 7 (9), Róbert Aron Hostert 6 (12), Andri Berg Haraldsson 5 (14), Daníel Berg Grétarsson 4 (12), Stefán Stefánsson 3 (4), Guðjón Finnur Drengsson 2 (2), Einar Rafn Eiðsson 2/1 (6), Arnar Hálfdánarson 1 (1), Jóhann Karl Reynisson 1 (1).Varin skot: Magnús Erlendsson 23 (48) 48%, Sigurður Örn Arnarson 1/1 (2/2) % 50%.Hraðaupphlaup: 4 (Stefán, Haraldur, Arnar, Jóhann).Fiskuð víti: 1 (Stefán).Utan vallar: 6 mín.Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Frábærir framan af en misstu tökin undir lokin.
Olís-deild karla Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira