Umfjöllun: Stríðsdans Framara fyrir norðan Hjalti Þór Hreinsson skrifar 25. mars 2010 20:47 Haraldur Þorvarðarson var markahæstur Framara í kvöld. Fréttablaðið Fram vann frábæran fimm marka sigur á Akureyri fyrir norðan í kvöld. Lokatölur 26-31 fyrir Framara sem hafa nú unnið fjóra af síðustu fimm leikjum. Akureyri hefur tapað tveimur leikjum í röð fyrir liðunum í botnbaráttunni. Fyrri hálfleikur var illa leikinn af hálfu beggja liða. Akureyringar náðu ekki upp einkenni sínu, góðum varnarleik, á meðan þeir skutu hræðilega illa úr góðum færum. Sókn Framara var að sama skapi ómarkviss og þeir spiluðu heldur ekki góða vörn. Markmenn beggja liða voru þó góðir, báðir með níu skot og báðir vörðu þeir vel úr dauðafærum. Staðan 13-13 í hálfleik. Akureyringar voru hálf sofandi í síðari hálfleiknum. Framarar komust þremur mörkum yfir og hefðu átt að gera meira til að stinga af. Það gekk ekki og Akureyri jafnaði í 20-20 um miðbik hálfleiksins. Enn var ákveðin deyfð yfir leiknum. Framarar voru sterkari á lokasprettinum, þeir náðu upp forskoti og það var eins og Akureyringar hefðu ekki trú á því að þeir gætu unnið stemningslið Framara. Þeir unnu að lokum með fimm mörkum, 26-31. Framarar sýndu mikinn styrk með því að halda út og klára Akureyringa sem voru hreint út sagt slakir í leiknum. Liðið rokkar upp og niður og það var til að mynda frábært fyrir viku þegar það vann FH. Síðan hefur það tapað fyrir Gróttu og nú Fram. Stöðugleikaskortur er helsti óvinur liðsins. Framarar hafa nú unnið fjóra af síðustu fimm leikjum, en vegna arfadapurs árangurs fyrir áramót er liðið enn í harðri botnbaráttu. Það eru þó litlar líkur á að liðið falli ef það heldur áfram að spila af þessari grimmd. Liðið fagnaði ógurlega í leikslok og samheldnin í liðinu er klárlega til staðar. Framarar geta vel við unað eftir sigurinn, þeir skoruðu ellefu mörk gegn sex á síðustu tuttugu mínútum leiksins, og eru vel að sigrinum komnir.Akureyri-Fram 26-31 (13-13)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Gretarsson 6 (15/1), Jónatan Magnússon 4 (8), Árni Þór Sigtryggsson 4 (12), Andri Snær Stefánsson 3/3 (4/4), Heimir Örn Árnason 3 (9), Guðmundur H. Helgason 2 (4), Hörður F. Sigþórsson 2 (6), Geir Guðmundsson 2 (6).Varin skot: Hafþór Einarsson 10 (26) 38%, Hörður Flóki Ólafsson 4 (19) 21%.Hraðaupphlaup: 9 (Oddur 3, Árni 2, Hörður, Geir, Jónatan, Guðmundur, ).Fiskuð víti: 5 (Hörður 2, Oddur 2, Jónatan).Utan vallar: 10 mín.Mörk Fram (skot): Haraldur Þorvarðarson 7 (9), Róbert Aron Hostert 6 (12), Andri Berg Haraldsson 5 (14), Daníel Berg Grétarsson 4 (12), Stefán Stefánsson 3 (4), Guðjón Finnur Drengsson 2 (2), Einar Rafn Eiðsson 2/1 (6), Arnar Hálfdánarson 1 (1), Jóhann Karl Reynisson 1 (1).Varin skot: Magnús Erlendsson 23 (48) 48%, Sigurður Örn Arnarson 1/1 (2/2) % 50%.Hraðaupphlaup: 4 (Stefán, Haraldur, Arnar, Jóhann).Fiskuð víti: 1 (Stefán).Utan vallar: 6 mín.Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Frábærir framan af en misstu tökin undir lokin. Olís-deild karla Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
Fram vann frábæran fimm marka sigur á Akureyri fyrir norðan í kvöld. Lokatölur 26-31 fyrir Framara sem hafa nú unnið fjóra af síðustu fimm leikjum. Akureyri hefur tapað tveimur leikjum í röð fyrir liðunum í botnbaráttunni. Fyrri hálfleikur var illa leikinn af hálfu beggja liða. Akureyringar náðu ekki upp einkenni sínu, góðum varnarleik, á meðan þeir skutu hræðilega illa úr góðum færum. Sókn Framara var að sama skapi ómarkviss og þeir spiluðu heldur ekki góða vörn. Markmenn beggja liða voru þó góðir, báðir með níu skot og báðir vörðu þeir vel úr dauðafærum. Staðan 13-13 í hálfleik. Akureyringar voru hálf sofandi í síðari hálfleiknum. Framarar komust þremur mörkum yfir og hefðu átt að gera meira til að stinga af. Það gekk ekki og Akureyri jafnaði í 20-20 um miðbik hálfleiksins. Enn var ákveðin deyfð yfir leiknum. Framarar voru sterkari á lokasprettinum, þeir náðu upp forskoti og það var eins og Akureyringar hefðu ekki trú á því að þeir gætu unnið stemningslið Framara. Þeir unnu að lokum með fimm mörkum, 26-31. Framarar sýndu mikinn styrk með því að halda út og klára Akureyringa sem voru hreint út sagt slakir í leiknum. Liðið rokkar upp og niður og það var til að mynda frábært fyrir viku þegar það vann FH. Síðan hefur það tapað fyrir Gróttu og nú Fram. Stöðugleikaskortur er helsti óvinur liðsins. Framarar hafa nú unnið fjóra af síðustu fimm leikjum, en vegna arfadapurs árangurs fyrir áramót er liðið enn í harðri botnbaráttu. Það eru þó litlar líkur á að liðið falli ef það heldur áfram að spila af þessari grimmd. Liðið fagnaði ógurlega í leikslok og samheldnin í liðinu er klárlega til staðar. Framarar geta vel við unað eftir sigurinn, þeir skoruðu ellefu mörk gegn sex á síðustu tuttugu mínútum leiksins, og eru vel að sigrinum komnir.Akureyri-Fram 26-31 (13-13)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Gretarsson 6 (15/1), Jónatan Magnússon 4 (8), Árni Þór Sigtryggsson 4 (12), Andri Snær Stefánsson 3/3 (4/4), Heimir Örn Árnason 3 (9), Guðmundur H. Helgason 2 (4), Hörður F. Sigþórsson 2 (6), Geir Guðmundsson 2 (6).Varin skot: Hafþór Einarsson 10 (26) 38%, Hörður Flóki Ólafsson 4 (19) 21%.Hraðaupphlaup: 9 (Oddur 3, Árni 2, Hörður, Geir, Jónatan, Guðmundur, ).Fiskuð víti: 5 (Hörður 2, Oddur 2, Jónatan).Utan vallar: 10 mín.Mörk Fram (skot): Haraldur Þorvarðarson 7 (9), Róbert Aron Hostert 6 (12), Andri Berg Haraldsson 5 (14), Daníel Berg Grétarsson 4 (12), Stefán Stefánsson 3 (4), Guðjón Finnur Drengsson 2 (2), Einar Rafn Eiðsson 2/1 (6), Arnar Hálfdánarson 1 (1), Jóhann Karl Reynisson 1 (1).Varin skot: Magnús Erlendsson 23 (48) 48%, Sigurður Örn Arnarson 1/1 (2/2) % 50%.Hraðaupphlaup: 4 (Stefán, Haraldur, Arnar, Jóhann).Fiskuð víti: 1 (Stefán).Utan vallar: 6 mín.Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Frábærir framan af en misstu tökin undir lokin.
Olís-deild karla Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira