Erlent

Straw dregur sig í hlé

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jack Straw hefur verið þingmaður í meira en 30 ár. Mynd/ AFP.
Jack Straw hefur verið þingmaður í meira en 30 ár. Mynd/ AFP.
Jack Straw, þingmaður breska Verkamannaflokksins, ætlar að draga sig í hlé. Hann tilkynnti breskum fjölmiðlum þetta í dag. Jack Straw hefur átt farsælan stjórnmálaferil. Hann var meðal annars utanríkisráðherra í stjórn Tonys Blair og dómsmálaráðherra í stjórn Gordons Brown. Jack Straw hefur verið þingmaður fyrir Verkamannaflokkinn allt frá árinu 1979, eða í 31 ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×