Erlent

Bretadrottning falin í afskekktum fjörðum

Óli Tynes skrifar
Konungssnekkjan Britannia.
Konungssnekkjan Britannia.

Breska ríkisstjórnin gerði áætlanir um það í kalda stríðinu að fela Elísabet drottningu í óbyggðum fjörðum á Norðvesturströnd Skotlands, ef kæmi til kjarnorkustríðs við Sovétríkin.

Ráðherrum í ríkisstjórn hennar átti að dreifa í leynileg kjarnorkuskýli.

Drottningin átti ásamt eiginmanni sínum og innanríkisráðherra Bretlands að vera um borð í konungssnekkjunni Britanniu.

Snekkjan átti að fela sig í fjörðunum þar sem fjöllin myndi dylja hana fyrir ratsjám Rússa. Hún átti að sigla á milli fjarða á nóttunni.

Þetta kemur fram í endurútgáfu bókarinnar The Secret State, eftir Prófessor Peter Hennesssy.

Höfuðáhersla var lögð á að tryggja öryggi drottningarinnar þar sem aðeins hún getur skipað forsætisráðherra, sem gæti gefið skipun um hefndarárás á Sovétríkin ef hin kjörna ríkisstjórn félli í kjarnorkuárás.

Þessi heimavarnaráætlun Breta fékk dulnefnið Kyrkislangan. Hennessy segir að Kyrkislangan hafi að hluta verið endurvakin eftir árásina á Bandaríkin árið 2001.

Þá hafi verið tilnefndir fleiri ráðherrar en forsætisráðherrann sem gætu gefið skipun um að beita kjarnorkuherafla landsins ef hann yrði drepinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×