Innlent

Ókeypis í sund fyrir börn og unglinga í sumar

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að frá og með laugardeginum 19. júní og fram til 31. ágúst næstkomandi yrði ókeypis í sund fyrir börn og unglinga að 18 ára aldri. Í tilkynningu frá borginni segir Jón Gnarr, borgarstjóri, þessa ákvörðun vera í samræmi við samstarfsyfirlýsingu Besta flokksins og Samfylkingarinnar en þar er þetta á lista yfir fyrstu verk nýs meirihluta.

„Sá yðar sem sundlaus er, kastar bara steinum og það er ekki gott fyrir Reykjavík. " segir Jón Gnarr.

Íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkur rekur sjö sundlaugar, Árbæjarlaug, Breiðholtslaug, Grafarvogslaug, Kjalarneslaug, Laugardalslaug, Sundhöll Reykjavíkur og Vesturbæjarlaug. Ungmenni á öllum aldri ættu því að geta notið þess að fara frítt í sund í sundlaug sem næst sínu hverfi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×