Innlent

Kosningarnar í Reykhólahreppi ógildar

SB skrifar
Kosningarnar voru ekki auglýstar í Flatey
Kosningarnar voru ekki auglýstar í Flatey

Úrskurðarnefnd sem skipuð var til að fjalla um kæru vegna sveitastjórnarkosninganna í Reykhólahreppi hefur komist að því að kosningarnar voru ólöglegar. Íbúi í Flatey kærði kosningarnar vegna þess að íbúar í Flatey að kosningarnar voru ekki auglýstar á eyjunni.

Í kæru Hafsteins Guðmundssonar sem býr á Flatey á Breiðafirði kemur fram að íbúar Flateyjar hafi "ekki fengið upplýsingar um sveitastjórnarkosningarnar, hvorki kjörstaði né atkvæðagreiðslu utan kjörfundar og hverjir væru í framboði." Hafsteinn segir framkomu sveitastjórnar lítilsvirðingu í garð íbúa eyjunnar - þeir séu "þó sjö með lögheimili í Flatey."

Í úrskurði úrskurðarnefndarinnar segir að ágalli hafi verið á framkvæmd sveitastjórnarkosninganna þar sem kjörstjórn hafi ekki kynnt íbúum eyja á Breiðafirði sveitastjórnarkosningarnar og fyrirkomulag þeirra á sama hátt og fyrir öðrum íbúum hreppsins. Aðeins einn íbúi eyjanna nýtti sér atkvæðarétt sinn og segir nefndin að atkvæði þeirra sem ekki nýttu sér kosningarétt sinn hefði getað haft áhrif á úrslit kosninganna.

Þar af leiðandi eru kosningarnar ógildar.

Lesa má úrskurðinn í heild sinni hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×