Líf Magneudóttir: Vinstri græn framtíð 26. maí 2010 14:45 Fyrir sveitastjórnarkosningar upphefst gjarnan sá söngur að allir flokkar séu eins og að stefnumál þeirra séu þau sömu. Sami grautur í mismunandi skálum. Það má vissulega til sanns vegar færa að margt sé líkt með stefnumálum stjórnmálaflokka á sveitastjórnarstigi. Ástæða fyrir því að stefnumálin virðast vera hin sömu er einföld: Stór hluti verkefna sveitarfélaga er lögbundinn. Þeim er þröngur stakkur sniðinn af löggjafanum. Af því leiðir hins vegar ekki að það skipti engu máli hver er kosinn. Svo er margt sinnið sem skinnið segir máltækið og víst er það svo að mannfólkið er ólíkt að upplagi. Fólk skipar sér í stjórnmálaflokka eftir lífsskoðunum og áherslum. Við sem erum í Vinstrihreyfingunni-grænu framboði sameinumst um félagslegar áherslur, kvenfrelsi og umhverfisvernd. Vinstri græn hafa ekki og munu ekki setja hagsmuni stórtækra verktaka eða hagsmuni hálaunafólks af því að greiða lága skatta, í forgang. Við Vinstri græn forgangsröðum ávallt í þágu barna, í þágu fatlaðra, í þágu efnaminna fólks og atvinnulausra og annarra sem eiga undir högg að sækja. Vinstri græn hafa réttlæti að leiðarljósi í forgangsröðun verkefna og hafna þröngum sérhagsmunum og yfirdrifinni frjálshyggju. Frá upphafi setti hreyfingin sér reglur um fjárframlög fyrir forvöl og aðra starfsemi. Þannig hafa vinstri græn alltaf getað verið óháð þrýstingi fjármagnseigenda. Það er enda sannfæring flokksins að með auknum jöfnuði, kvenfrelsi og umhverfisvernd skapist hér réttlátt þjóðfélag þar sem við fáum öll jafnt tækifæri að lifa, þroskast og deyja. Vonandi verður vorið Vinstri grænt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir sveitastjórnarkosningar upphefst gjarnan sá söngur að allir flokkar séu eins og að stefnumál þeirra séu þau sömu. Sami grautur í mismunandi skálum. Það má vissulega til sanns vegar færa að margt sé líkt með stefnumálum stjórnmálaflokka á sveitastjórnarstigi. Ástæða fyrir því að stefnumálin virðast vera hin sömu er einföld: Stór hluti verkefna sveitarfélaga er lögbundinn. Þeim er þröngur stakkur sniðinn af löggjafanum. Af því leiðir hins vegar ekki að það skipti engu máli hver er kosinn. Svo er margt sinnið sem skinnið segir máltækið og víst er það svo að mannfólkið er ólíkt að upplagi. Fólk skipar sér í stjórnmálaflokka eftir lífsskoðunum og áherslum. Við sem erum í Vinstrihreyfingunni-grænu framboði sameinumst um félagslegar áherslur, kvenfrelsi og umhverfisvernd. Vinstri græn hafa ekki og munu ekki setja hagsmuni stórtækra verktaka eða hagsmuni hálaunafólks af því að greiða lága skatta, í forgang. Við Vinstri græn forgangsröðum ávallt í þágu barna, í þágu fatlaðra, í þágu efnaminna fólks og atvinnulausra og annarra sem eiga undir högg að sækja. Vinstri græn hafa réttlæti að leiðarljósi í forgangsröðun verkefna og hafna þröngum sérhagsmunum og yfirdrifinni frjálshyggju. Frá upphafi setti hreyfingin sér reglur um fjárframlög fyrir forvöl og aðra starfsemi. Þannig hafa vinstri græn alltaf getað verið óháð þrýstingi fjármagnseigenda. Það er enda sannfæring flokksins að með auknum jöfnuði, kvenfrelsi og umhverfisvernd skapist hér réttlátt þjóðfélag þar sem við fáum öll jafnt tækifæri að lifa, þroskast og deyja. Vonandi verður vorið Vinstri grænt.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar