Brúðkaupið ævintýri líkast Hafsteinn Hauksson skrifar 19. júní 2010 12:11 Brúðkaupsæði Svía nær hámarki síðar í dag þegar Viktoría krónprissessa giftist fyrrum einkaþjálfara sínum, Daniel Westling. Íslensku forsetahjónin eru í Stokkhólmi og færa brúðhjónunum myndarlega glerskál að gjöf. Brúðkaupshátíðin er ævintýri líkust. Undanfarnar tvær vikur hafa alls kyns ástartákn prýtt götur Stokkhólms. Þar hefur ríkt ástarþema frá þjóðhátíðardegi Svía 6. júní og í dag er hálfgerð þjóðhátíðarstemning í borginni. Tilefnið er að sjálsögðu brúðkaup krónprinsessunnar Viktoríu og fyrrum einkaþjálfara hennar Daniels Westling, en þau ganga í hnapphelduna síðar í dag. Hátíðahöldin vegna brúðkaupsins eru ævintýri líkust, enda er verðmiðinn á þeim um 330 milljónir íslenskra króna. Í gær voru haldnir hátíðartónleikar í tónlistarhúsi Stokkhólms, þar sem fjölmörg fyrirmenni mættu í sínu fínasta pússi. Tónleikunum lauk á barnakór sem söng til brúðhjónanna, en þá felldi Silvía drottning gleðitár, og krónprinsessan var greinilega hrærð. Samband brúðhjónanna er jafnframt eins og úr rómantískri skáldsögu. Hinn verðandi prins var almúgamaður sem rak líkamsræktarstöð áður en hann kynntist prinsessunni, en líf hans mun gjörbreytast þegar hann verður hluti af konungsfjölskyldunni. Eftir brúðkaupið í dag aka brúðhjónin sjö kílómetra leið um Stokkhólm í hestvagni, meðan 20 hljómsveitir leika lög meðfram leiðinni. 6000 hermenn taka sér stöðu víðsvegar um Stokkhólm og 18 orrustuþotur fljúga yfir höfðum brúðhjónanna. 2000 lögreglumenn halda uppi reglu á meðan í stærstu aðgerð lögreglunnar í Stokkhólmi frá upphafi. Að ökuferð brúðhjónanna lokinni verður svo hátíðarkvöldverður í konungshöllinni, en meðal 500 gesta eru íslensku forsetahjónin og fjölmargir þjóðhöfðingjar og kóngafólk. Forsetahjónin færa brúðhjónunum myndarlega glerskál að gjöf eftir Jónas Braga Jónasson glerlistamann sem er ætlað að endurspegla litbrigði íslenskrar náttúru. Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Brúðkaupsæði Svía nær hámarki síðar í dag þegar Viktoría krónprissessa giftist fyrrum einkaþjálfara sínum, Daniel Westling. Íslensku forsetahjónin eru í Stokkhólmi og færa brúðhjónunum myndarlega glerskál að gjöf. Brúðkaupshátíðin er ævintýri líkust. Undanfarnar tvær vikur hafa alls kyns ástartákn prýtt götur Stokkhólms. Þar hefur ríkt ástarþema frá þjóðhátíðardegi Svía 6. júní og í dag er hálfgerð þjóðhátíðarstemning í borginni. Tilefnið er að sjálsögðu brúðkaup krónprinsessunnar Viktoríu og fyrrum einkaþjálfara hennar Daniels Westling, en þau ganga í hnapphelduna síðar í dag. Hátíðahöldin vegna brúðkaupsins eru ævintýri líkust, enda er verðmiðinn á þeim um 330 milljónir íslenskra króna. Í gær voru haldnir hátíðartónleikar í tónlistarhúsi Stokkhólms, þar sem fjölmörg fyrirmenni mættu í sínu fínasta pússi. Tónleikunum lauk á barnakór sem söng til brúðhjónanna, en þá felldi Silvía drottning gleðitár, og krónprinsessan var greinilega hrærð. Samband brúðhjónanna er jafnframt eins og úr rómantískri skáldsögu. Hinn verðandi prins var almúgamaður sem rak líkamsræktarstöð áður en hann kynntist prinsessunni, en líf hans mun gjörbreytast þegar hann verður hluti af konungsfjölskyldunni. Eftir brúðkaupið í dag aka brúðhjónin sjö kílómetra leið um Stokkhólm í hestvagni, meðan 20 hljómsveitir leika lög meðfram leiðinni. 6000 hermenn taka sér stöðu víðsvegar um Stokkhólm og 18 orrustuþotur fljúga yfir höfðum brúðhjónanna. 2000 lögreglumenn halda uppi reglu á meðan í stærstu aðgerð lögreglunnar í Stokkhólmi frá upphafi. Að ökuferð brúðhjónanna lokinni verður svo hátíðarkvöldverður í konungshöllinni, en meðal 500 gesta eru íslensku forsetahjónin og fjölmargir þjóðhöfðingjar og kóngafólk. Forsetahjónin færa brúðhjónunum myndarlega glerskál að gjöf eftir Jónas Braga Jónasson glerlistamann sem er ætlað að endurspegla litbrigði íslenskrar náttúru.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira