Lífið

Topp tíu tekjuhæstu fyrirsætur heimsins

Gisele kynnir hér sandalana sína sem hafa selst eins og heitar lummur.
Gisele kynnir hér sandalana sína sem hafa selst eins og heitar lummur.
Tímaritið Forbes hefur gefið út lista yfir tekjuhæstu fyrirsætur heims. Brasilíska fegurðardrottningin Gisele Bündchen trónir þar efst á lista. Hún hefur enda nokkra feita auglýsingasamninga á sínum snærum, við gallabuxnamerkið True Religion, Dolce & Gabbana og svo er hún með framleiðslu á sandölum sem heita Ipanema by Gisele.

Gisele nær á topp listans og er tekjuhærri en þegar síðasti listi var gefinn út. Árstekjur hennar nema 29 milljónum dollara, um 3,8 milljörðum króna. Þessu nær hún þrátt fyrir að hafa verið ólétt bróðurpart ársins. Hún og eiginmaðurinn Tom Brady eignuðust sitt fyrsta barn í desember.

Heidi Klum er í öðru sæti með 16 milljónir dollara, tvo milljarða króna, í tekjur. Hún er með góða samninga við Victoria's Secret, Diet Coke, McDonalds og stýrir tískuþættinum Project Runway. Það er eins með hana og Gisele, hún nær meiri tekjum en fyrra ár þrátt fyrir að hafa eignast barn í október.

Breska ofurfyrirsætan Kate Moss er þriðja á lista. Hún er meðal annars með samninga við Versace og Longchamp og þénaði 9 milljónir dollara, um 1.200 milljónir króna.

Þessi listi þykir sýna það að þrátt fyrir að fyrirsætubransinn hafi fengið rækilega að kenna á kreppunni þá þéna frægustu fegurðardísir heimsins sem aldrei fyrr. Talsmenn fyrirtækjanna sem Forbes ræddu við sögðu borga sig að hafa þær í auglýsingum því þær væru ónæmar fyrir kreppu.

Í myndasafninu fyrir neðan má sjá topp tíu listann yfir tekjuhæstu fyrirsætur heimsins.

1. Gisele Bündchen.
1. Gisele með eiginmanninum Tom Brady.
2. Heidi Klum
3. Kate Moss.
3. Kate Moss.
4. Adriana Lima.
5. Doutzen Kroes.
6. - 7. Alessandra Ambrosio
6. - 7. Natalia Vodianova.
8. Daria Werbowy.
9. Miranda Kerr.
10. Carolyn Murphy.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.