Skoðun
Jón sigurðsson

Minning Vilhjálms Þórs

Jón Sigurðsson svarar Þorvaldi Gylfasyni.
Leitt er til þess að vita að vegið er að látnum manni í þeirri von að enginn verði til andsvara. Þá er því treyst að enginn svari neinu um löngu gleymd mál. Löngu hraktar ávirðingar eiga þannig að verða viðurkenndar sem söguleg sannindi. Þjóðkunnum blaðahöfundi varð þetta á hér í Fréttablaðinu fimmtud. 18.febrúar sl. Þar er því haldið fram að Vilhjálmur Þór hafi verið sannur að sök í Olíumálinu gamla sem alræmt varð á sínum tíma. Óþarft er að sitja undir óhróðri þessum.
Niðurstaða Olíumálsins gamla varð sú að meginefni þess varðaði ekki Vilhjálm Þór, heldur aðra menn. Vilhjálmur Þór var sakfelldur fyrir að hafa látið undir höfuð leggjast að mæla beint fyrir um umsókn til gjaldeyrisyfirvalda fyrir eitt lán sem Olíufélagið hf. veitti Sambandi íslenskra samvinnufélaga haustið 1954. Í þessu og öðrum þáttum málsins var Vilhjálmur Þór ábyrgur sem stjórnarformaður, en brotin athafnir annarra starfsmanna án hans vitundar. Vilhjálmur var því í raun brotaþoli.
Því er einnig haldið fram að Vilhjálmur Þór hafi verið virðingarmaður Framsóknarflokksins. Raunin var þó sú að foringjar allra stjórnmálaflokkanna óttuðust áhrif Vilhjálms Þórs og vissu að hann fór sínu fram án atfylgis þeirra. Sannaðist þetta vel við stjórnarmyndun árið 1950. Ekki verður setið undir því lengur að menn sverti minningu þessa merkismanns.
Höfundur er lektor við Háskólann í Reykjavík.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Skoðun

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.