Erlent

Sprengjuárásir kostuðu 64 lífið í Úganda

Að minnsta kosti 64 létu lífið og 65 liggja sárir eftir að tvær sprengjur sprungu í Kampala höfuðborg Úganda í gærkvöldi.

Sprengjuárásum þessum var beint gegn fótboltaaðdáendum en önnur þeirra sprakk í klúbbi og hin á veitingahúsi þar sem verið var að sýna beint frá útslitaleik Spánar og Hollands í heimsmeistarakeppninni.

Talið er að sómalskir vígamenn standi að baki þessum sprengjuárásum en þeir hafa löngum hótað aðgerðum gegn Úganda þar sem landið leggur til hermenn við friðargæslu í Sómalíu. Einn þeirra sem fórst var Bandaríkjamaður en aðrir voru heimamen.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×