Erlent

Niðurskurður dregur úr barnsfæðingum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Barnsfæðingar eru háðar opinberum stuðningi. Mynd/ afp.
Barnsfæðingar eru háðar opinberum stuðningi. Mynd/ afp.
Evrópa er eina heimsálfan sem glímir við minnkandi fæðingartíðni og samdrátt á vinnuafli, segir danska blaðið Berlingske Tidende.

Sérfræðingar telja að útlit sé fyrir að fæðingum eigi eftir að fækka enn meira vegna efnahagskreppunnar. Ástæðan er sú að niðurskurður á opinberum útgjöldum, sem flestar ef ekki allar vestrænar þjóðir þurfa að glíma við, kemur hart niður á barnafjölskyldum.

Þýski mannfjöldafræðingurinn dr. Steffen Kröhnert segir að bein tengsl séu milli opinberrar þjónustu við barnafólk og fæðingartíðni. Þegar skorið er niður í opinberum gjöldum til fjölskyldufólks verði niðurstaðan sú að fæðingum fækki. Skandinavískar og norðvesturevrópskar konur fæði umtalsvert fleiri börn en suður- og austurevrópskar vegna þess að þær njóti meiri stuðnings frá hinu opinbera.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×