Erlent

BP skipað að koma með skriflega áætlun um lekann

Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa fyrirskipað BP olíufélaginu að leggja fram skriflega áætlun um hvenær félagið ætlar að opna fyrir olíuflæðið úr borholunni sem lekið hefur olíu út í Mexíkóflóann.

BP tókst að koma sérsmíðaðri 75 tonn þungri hettu á leiðsluna sem lekur og stöðva þannig lekann.

Nú berast hisvegar fregnir um að olía leki upp úr hafsbotninum í kringum holuna og hafa menn áhyggjur af því að hin nýja hetta hafi skapað of mikinn þrýsting í holunni.

BP ætlar sér þrjá daga þar til ventlanir á hettunni verða opnaðir þannig að hægt sé að dæla olíunni upp í tankskip.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×