Erlent

Sjálfsmorðsárásir í Írak: Yfir 50 látnir

Frá Írak. Mynd tengist frétt ekki beint.
Frá Írak. Mynd tengist frétt ekki beint. fréttablaðið/ap
Að minnsta kosti fjörutíu og þrír létust í sjálfsmorðsárás í höfuðborg Íraks, Bagdad í morgun. Þá er talið að fjörutíu hafi særst í árásinni. Samkvæmt upplýsingum frá írösku lögreglunni beindist tilræðið að meðlimum súnnískra hersveita.

Hópurinn stóð í röð og beið eftir því að fá greidd út laun þegar að tilræðismaðurinn gekk að hópnum og sprengdi sjálfan sig í loft upp. Hersveitir súnníta njóta stuðnings íraskra stjórnvalda og hafa meðal annars starfað með Bandaríkjaher og íraska stjórnarhernum. Því beina uppreisnarmenn árásum sínum á þá.

Þá var gerð önnur árás í borginni Al Qaim sem er í vesturhluta Íraks. Þar féllu að minnsta kosti sjö og ellefu særðust. Það voru einnig súnnítar sem voru fórnarlömb. Maður labbaði inn í byggingu og hóf skothríð með rifli áður en hann hann sprengdi sig svo í loft upp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×