Viðskipti innlent

Tækifæri til að lækka lán heimila og fyrirtækja

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lilja Mósesdóttir segir tækifæri vera til að lækka höfuðstól lána. Mynd/ Pjetur.
Lilja Mósesdóttir segir tækifæri vera til að lækka höfuðstól lána. Mynd/ Pjetur.
Rekstrarniðurstaða Landsbankans á fyrsta ársfjórðungi bendir til þess að það muni verða meira svigrúm til að lækka höfuðstól lána en hingað til, segir Lilja Mósesdóttir, formaður viðskiptanefndar Alþingis og þingmaður VG.

Hagnaðurinn á fyrstu þremur mánuðum nam 8,3 milljörðum íslenskra króna og var arðsemi eiginfjár 21%. Lilja setur þann fyrirvara við þessar tölur að bankinn hafi ekkert verið byrjaður að afskrifa hjá fyrirtækjum á fyrstu þremur mánuðunum en það sé komið á skrið núna.

„Það er verulegt svigrúm til að afskrifa hluta af skuldum fyrirtækja og heimila sem er brýnt að nýta til að koma hér af stað aukinni neyslu," segir Lilja. Hún segir að með því myndi eftirspurn eftir vöru og þjónustu aukast sem myndi síðan auka atvinnustigið.


Tengdar fréttir

Landsbankinn hagnaðist um 8,3 milljarða

Rekstrarhagnaður Landsbankans á fyrsta ársfjórðungi nam 8,3 milljörðum íslenskra króna en hann var 14,3 milljarðar allt árið í fyrra. Þá nam arðsemi eiginfjár um 10%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×