Nemendur beita kennara ofbeldi - alvarlegt vandamál 10. desember 2010 11:19 Dæmi eru um alvarlegt einelti nemenda í garð kennara „Þetta ofbeldi varði þar til mér var ofboðið þannig að ég varð að leita læknis og var síðan frá kennslu meðan ég var að ná heilsu á ný. Það þarf ansi mikið til að kennurum ofbjóði. Þeir eru flestir með langlundargeð, annars væru þeir ekki í þessu starfi," segir kennari sem varð fyrir ofbeldi af hálfu ungs grunnskólanema. Kennarinn segir ofbeldið kannski ekki hafa getað kallast líkamlegt en allt að því. Viðkomandi nemandi hafi oftar en ekki slegið til sín og haft í frammi alls konar ögranir án þess þó að líkamleg meiðsl hlytust af. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Skólavörðunnar, tímarits Kennarasambands Íslands. Þar er ítarlega fjallað um kennara sem verða fyrir einelti. Erna Guðmundsdóttir, lögmaður Kennarasambandsins, segir dæmi um að ofbeldi af hendi nemenda í garð kennara hafi gengið svo langt að þau mál hafi komið inn á borð til sín.Foreldrar leggja líf kennara í rúst „Það þarf að stíga ákaflega varlega til jarðar þegar svona mál koma upp og þau geta verið mjög mismunandi. Þarna getur verið um að ræða bæði líkamlegt og andlegt ofbeldi. Það hafa því miður líka komi upp dæmi um þvinganir eða hótanir frá foreldrum við kennara þar sem þeir gera jafnvel allt til að eyðileggja starfsheiður kennarans, sem getur lagt líf hans í rúst," segir Erna í samtali við Harald Bjarnason á Skólavörðunni. Þar kemur fram að þó fá mál hafi komið inn á borð til hennar þá hafi þau verið nógu mörg til að henni þótti ástæða til að leggja til við Kennarasambandið að fjallað yrði sérstaklega um þessi mál innan sambandsins. Þá kom í ljós að vinnuumhverfisnefnd sambandsins var á sama tíma að fjall um þessi mál á sínum vettfangi. Nefndin sendi bréf til skólastjórnenda og trúnaðarmanna sambandsins í vor þar sem var að vinna leiðbeiningar um viðbrögð vegna eineltis í garð kennara og ofbeldis nemenda gagnvart kennurum.Úrvinda eftir hvern skóladag Andlega álagið á áðurnefndan kennara hafði alvarleg áhrif á hann. „Ég var úrvinda eftir hvern einasta skóladag. Ég átti enga orku eftir, svaf í um tvo tíma þegar ég kom heim úr vinnunni og gerði ekkert heima. Blóðþrýstingur hækkaði, ég var með bjúg og það skrítnasta var að ég tapaði minni svo að um munaði þannig að skammtímaminni mitt var ekki neitt," segir kennarinn og tekur fram að hann hafi farið að gleyma hlutum sem ekki hafi átt að vera hægt að gleyma.Alvarleg aðvörun „Auðvitað bitnaði þetta á vinnunni hjá mér og þeim nemendum sem ég var að vinna með. Þegar svona var orðið ástatt hjá mér leitaði ég til læknis. Hann sagði mér að taka mér frí frá kennslu til að jafna mig á þessu ef ekki ætti að fara illa. Þetta væri alvarleg aðvörum. Reyndar spurði læknirinn mig þegar ég kom til hans hvað væri að gerast í kennarastéttinni því dæmi þessu lík væru í sífellu að koma upp," segir kennarinn. Nánar er fjallað um málið í Skólavörðunni. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
„Þetta ofbeldi varði þar til mér var ofboðið þannig að ég varð að leita læknis og var síðan frá kennslu meðan ég var að ná heilsu á ný. Það þarf ansi mikið til að kennurum ofbjóði. Þeir eru flestir með langlundargeð, annars væru þeir ekki í þessu starfi," segir kennari sem varð fyrir ofbeldi af hálfu ungs grunnskólanema. Kennarinn segir ofbeldið kannski ekki hafa getað kallast líkamlegt en allt að því. Viðkomandi nemandi hafi oftar en ekki slegið til sín og haft í frammi alls konar ögranir án þess þó að líkamleg meiðsl hlytust af. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Skólavörðunnar, tímarits Kennarasambands Íslands. Þar er ítarlega fjallað um kennara sem verða fyrir einelti. Erna Guðmundsdóttir, lögmaður Kennarasambandsins, segir dæmi um að ofbeldi af hendi nemenda í garð kennara hafi gengið svo langt að þau mál hafi komið inn á borð til sín.Foreldrar leggja líf kennara í rúst „Það þarf að stíga ákaflega varlega til jarðar þegar svona mál koma upp og þau geta verið mjög mismunandi. Þarna getur verið um að ræða bæði líkamlegt og andlegt ofbeldi. Það hafa því miður líka komi upp dæmi um þvinganir eða hótanir frá foreldrum við kennara þar sem þeir gera jafnvel allt til að eyðileggja starfsheiður kennarans, sem getur lagt líf hans í rúst," segir Erna í samtali við Harald Bjarnason á Skólavörðunni. Þar kemur fram að þó fá mál hafi komið inn á borð til hennar þá hafi þau verið nógu mörg til að henni þótti ástæða til að leggja til við Kennarasambandið að fjallað yrði sérstaklega um þessi mál innan sambandsins. Þá kom í ljós að vinnuumhverfisnefnd sambandsins var á sama tíma að fjall um þessi mál á sínum vettfangi. Nefndin sendi bréf til skólastjórnenda og trúnaðarmanna sambandsins í vor þar sem var að vinna leiðbeiningar um viðbrögð vegna eineltis í garð kennara og ofbeldis nemenda gagnvart kennurum.Úrvinda eftir hvern skóladag Andlega álagið á áðurnefndan kennara hafði alvarleg áhrif á hann. „Ég var úrvinda eftir hvern einasta skóladag. Ég átti enga orku eftir, svaf í um tvo tíma þegar ég kom heim úr vinnunni og gerði ekkert heima. Blóðþrýstingur hækkaði, ég var með bjúg og það skrítnasta var að ég tapaði minni svo að um munaði þannig að skammtímaminni mitt var ekki neitt," segir kennarinn og tekur fram að hann hafi farið að gleyma hlutum sem ekki hafi átt að vera hægt að gleyma.Alvarleg aðvörun „Auðvitað bitnaði þetta á vinnunni hjá mér og þeim nemendum sem ég var að vinna með. Þegar svona var orðið ástatt hjá mér leitaði ég til læknis. Hann sagði mér að taka mér frí frá kennslu til að jafna mig á þessu ef ekki ætti að fara illa. Þetta væri alvarleg aðvörum. Reyndar spurði læknirinn mig þegar ég kom til hans hvað væri að gerast í kennarastéttinni því dæmi þessu lík væru í sífellu að koma upp," segir kennarinn. Nánar er fjallað um málið í Skólavörðunni.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira