Handbolti

Emsdetten áfram í umspilinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hreiðar Levý Guðmundsson.
Hreiðar Levý Guðmundsson. Nordic Photos / Bongarts
Hreiðar Levý Guðmundsson og félagar í Emsdetten eiga enn möguleika á að spila í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta á næstu leiktíð.

Hreiðar Levý lék í marki liðsins er það tapaði fyrir Berischer HC, 37-36, í síðari leik liðanna í umspilskeppni þýsku B-deildarinnar.

Emsdetten vann fyrri leik liðanna með sex marka mun og því með fimm mörkum samanlagt. Liðið mætir nú Dormagen í tveimur úrslitaleikjum um sæti í þýsku úrvalsdeildinni.

Dormagen lenti í 16. og þriðja neðsta sæti deildarinnar.

Patrekur Jóhannesson hefur þegar samið við Emsdetten að taka að sér þjálfun liðsins frá og með næsta tímabili og þá mun Valsarinn Fannar Friðgeirsson leika með liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×