Erlent

Talibanar smygla sér í afganska herinn

Óli Tynes skrifar
Hverjum má treysta?
Hverjum má treysta?

Talibanar segjast hafa tekið upp þá baráttuaðferð að koma sínum mönnum í afganska herinn og láta þá drepa vopnabræður sína þar þegar tækifæri gefst.

Liðsmaður í afganska hernum skaut þrjá breska hermen til bana og særði fjóra í einni af bækistöðvum hersins á mánudag. Hann lagði svo á flótta.

Talibanar hafa sagt við fréttamann Sky fréttastofunnar að hann hafi framið verknaðinn samkvæmt þeirra fyrirmælum. Þeir legðu nú áherslu á að koma flugumönnum sínum í her og lögreglu landsins til þess að valda þar sem mestum usla.

Þetta getur valdið gríðarlegum erfiðleikum. Afganskir og vestrænir hermenn búa saman í herbúðum og fara saman í eftirlitsferðir.

Það mun augljóslega hafa mikil áhrif á vestrænu hermennina ef þeir geta ekki treyst afgönskum félögum sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×