Handbolti

Dormagen í góðri stöðu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hreiðar Guðmundsson.
Hreiðar Guðmundsson. Nordic Photos / Bongarts

Dormagen er í góðri stöðu eftir fjögurra marka sigur, 27-23, gegn Emsdetten á heimavelli sínum í umspili um sæti í þýsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Liðin mætast aftur um næstu helgi og ræðst þá hvort liðið leikur í þýsku úrvalsdeildinni. Hreiðar Guðmundsson átti góðan leik í marki Emsdetten í dag en hann lék fyrstu 45 mínútur leiksins.

Patrekur Jóhannesson mun taka við þjálfun Emsdetten í sumar sama hvernig fer og þá mun Fannar Þór Friðgeirsson einnig ganga í raðir félagsins.

Þeir Sigurbergur Sveinsson og Árni Þór Sigtryggsson ganga til liðs við Dormagen fyrir næsta tímabil.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×