Viðskipti innlent

Spá yfir 100 milljarða vöruskiptaafgangi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Greining Íslandsbanka gerir ráð fyrir enn meiri afgangi á vöruskiptum.
Greining Íslandsbanka gerir ráð fyrir enn meiri afgangi á vöruskiptum.
Greining Íslandsbanka býst við að áfram verði myndarlegur afgangur af vöruskiptum við útlönd. Verð helstu útflutningsvara hafi hækkað verulega frá fyrri hluta síðasta árs og horfur séu á að innflutningur neyslu- og fjárfestingarvara verði enn um sinn með minna móti þar til hagkerfið nær sér á strik að nýju.

Greining Íslandsbanka segir í Morgunkorni að líklegt sé að vöruskiptaafgangurinn verði yfir 100 milljarðar króna á yfirstandandi ári, en í fyrra hafi verið 90,3 milljarða króna afgangur af vöruskiptum við útlönd. Í hlutfalli við landsframleiðslu gæti afgangur af vöruskiptum reynst 7 - 8% í ár samanborið við 6% afgang í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×