Viðskipti innlent

Frakkar vilja hjálpa til við endurreisnina

Formaður Fransk-íslenska viðskiptaráðsins segir mikilvægt að leita nýrra markaða og efla viðskiptasambönd í kreppunni. Frakkar vilji styðja við íslensk fyrirtæki. Markaðurinn/Stefán
Formaður Fransk-íslenska viðskiptaráðsins segir mikilvægt að leita nýrra markaða og efla viðskiptasambönd í kreppunni. Frakkar vilji styðja við íslensk fyrirtæki. Markaðurinn/Stefán

Frönsk stjórnvöld vilja leggja lóð sitt á vogarskálarnar og styðja Ísland upp úr kreppunni, að sögn Emmanuel Jacques, formanns stjórnar Fransk-íslenska viðskiptaráðsins og viðskiptasendifulltrúa Frakka hér.

Jacques segir í samtali við Fréttablaðið frönsk stjórnvöld hafa lengi stutt við bakið á smáríkjum sem hafi átt um sárt að binda af ýmsum ástæðum. Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, hafi lýst yfir samúð með þeim sem hafa orðið illa úti í kreppunni og sagt á ársþingi Alþjóðaefnahagsráðsins í Alpabænum Davos í Sviss um síðustu helgi að ríkisstjórnir sterkustu ríkja heims ættu að taka höndum saman og styðja þau lönd sem sitji föst í foraðinu. Á þinginu var jafnframt lögð áhersla á mikilvægi milliríkjaviðskipta fyrir efnahagsbatann.

„Þið munuð ekki eiga mikinn stuðning í Bretlandi og í Hollandi næstu árin, og óvíst er með Bandaríkin," segir Jacques. „Við í Frakklandi þekkjum íslensk fyrirtæki á borð við Actavis, Alfesca og Össur aðeins af góðu og gerum allt til að efla og liðka fyrir viðskiptasamböndum. Svo skemmir ekki fyrir að landið er í hjarta Evrópu og Evrópusambandsins," segir hann. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×