Erlent

Bænahúsi múslima lokað í Þýskalandi

Óli Tynes skrifar
Frá Hamborg.
Frá Hamborg.

Þýska lögreglan hefur lokað bænahúsi múslima í Hamborg og lagt hald á tölvubúnað og önnur gögn.

Yfirvöld segja bænahúsið vera miðstöð öfgasamtaka sem notuðu það meðal annars til þess að afla sér nýrra liðsmanna. Þaðan hafi meðal annars verið sent fólk í æfingabúðir hryðjuverkasamtaka í Úzbekistan.

Þetta bænahús hefur raunar verið litið hornauga lengi, eða síðan það var upplýst að flugræningjarnir sem gerðu hryðjuverkaárásina á Bandaríkin árið 2001 hittust þar fyrir verknaðinn.

Menningarsamtök sem ráku bænahúsið hafa einnig verið bönnuð í Þýskalandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×