Erlent

Fjögur barnslík í ferðatöskum

Óli Tynes skrifar

Tuttugu og fimm ára gömul hollensk kona hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald eftir að lögrelan fann lík fjögurra nýfæddra barna í ferðatöskum í húsi hennar.

Lögreglan komst á snoðir um málið þegar nágrannar töldu það grunsamlegt að hún ætti engin börn þótt hún hefði nokkrum sinnum verið ófrísk.

Í fyrstu sagði konan að hún hefði gefið börnin til ættleiðingar. Þegar hún gat ekki sýnt nein gögn því til sönnunar var gerð húsleit hjá henni.

Barnslíkin fjögur fundust þá í fjórum ferðatöskum uppi í risi. Varla er liðin vika frá því frönsk kona viðurkenndi að hafa myrt átta börn sín strax eftir að þau fæddust.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×