Aldrei aftur 9. ágúst 2010 00:01 Þegar við vorum að skríða inn í unglingsárin á síðustu öld hélt angistin yfir mögulegu kjarnorkustríði fyrir okkur vöku. Listrænar útfærslur á hörmungum kjarnorkuvetrar og afleiðingum hans fyrir mannfólkið rötuðu iðulega á sjónvarpsskjáinn. Fréttir af ísköldu vopnakapphlaupi stórveldanna voru daglegt brauð í fjölmiðlum. Sextíu og fimm ár eru liðin síðan kjarnorkusprengjum var varpað á borgirnar Hiroshima og Nagasaki í Japan, við lok heimsstyrjaldarinnar síðari. Við þessi tímamót er þess virði að nema staðar og íhuga sársaukann sem fylgir þeim. Kristín Þórunn Tómasdóttir prestur Það er sársaukinn yfir fórnarlömbum árásarinnar, þeim sem dóu og þeim sem þjáðust og þjást enn þann dag í dag vegna afleiðinga sprengjunnar á líkama og náttúru. Það er sársaukinn yfir því að enn þá lifir heimurinn við kjarnorkuvá sem ógnar friði og stöðugleika. Það er sársaukinn yfir því að frá því sprengjan féll árið 1945, skiptist heimurinn í ríki sem hafa tekið sér rétt til að að framleiða og eiga þessi gjöreyðingarvopn, og mikinn meirihluta ríkja sem eiga þau ekki. Við tökum undir með þeim sem hafna því að ójafnvægi og klofningur á borð við þetta sé afsprengi menningar okkar. Heilræði Biblíunnar til manneskjunnar er að velja lífið svo að allir fái lifað. Í þeim anda berjumst við gegn kjarnorkuvopnum. Það er ekkert pláss fyrir vopn sem ógna lífi manneskjunnar og jarðarinnar, eins og kjarnorkusprengjan gerir. Kalda stríðið og kjarnorkuváin heldur ekki vöku fyrir unglingunum okkar í dag. En það er full ástæða til að minnast fórnarlamba sprengjunnar í Hiroshima og Nagasaki 6. og 9. ágúst og snúa huga okkar og hjarta til þeirra sem þar þjáðust. Við erum þakklát fyrir framtak opinberra aðila og almennra borgara sem hafa látið sitt af mörkum til að velja lífið. Aldrei aftur Hiroshima. Aldrei aftur Nagasaki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar við vorum að skríða inn í unglingsárin á síðustu öld hélt angistin yfir mögulegu kjarnorkustríði fyrir okkur vöku. Listrænar útfærslur á hörmungum kjarnorkuvetrar og afleiðingum hans fyrir mannfólkið rötuðu iðulega á sjónvarpsskjáinn. Fréttir af ísköldu vopnakapphlaupi stórveldanna voru daglegt brauð í fjölmiðlum. Sextíu og fimm ár eru liðin síðan kjarnorkusprengjum var varpað á borgirnar Hiroshima og Nagasaki í Japan, við lok heimsstyrjaldarinnar síðari. Við þessi tímamót er þess virði að nema staðar og íhuga sársaukann sem fylgir þeim. Kristín Þórunn Tómasdóttir prestur Það er sársaukinn yfir fórnarlömbum árásarinnar, þeim sem dóu og þeim sem þjáðust og þjást enn þann dag í dag vegna afleiðinga sprengjunnar á líkama og náttúru. Það er sársaukinn yfir því að enn þá lifir heimurinn við kjarnorkuvá sem ógnar friði og stöðugleika. Það er sársaukinn yfir því að frá því sprengjan féll árið 1945, skiptist heimurinn í ríki sem hafa tekið sér rétt til að að framleiða og eiga þessi gjöreyðingarvopn, og mikinn meirihluta ríkja sem eiga þau ekki. Við tökum undir með þeim sem hafna því að ójafnvægi og klofningur á borð við þetta sé afsprengi menningar okkar. Heilræði Biblíunnar til manneskjunnar er að velja lífið svo að allir fái lifað. Í þeim anda berjumst við gegn kjarnorkuvopnum. Það er ekkert pláss fyrir vopn sem ógna lífi manneskjunnar og jarðarinnar, eins og kjarnorkusprengjan gerir. Kalda stríðið og kjarnorkuváin heldur ekki vöku fyrir unglingunum okkar í dag. En það er full ástæða til að minnast fórnarlamba sprengjunnar í Hiroshima og Nagasaki 6. og 9. ágúst og snúa huga okkar og hjarta til þeirra sem þar þjáðust. Við erum þakklát fyrir framtak opinberra aðila og almennra borgara sem hafa látið sitt af mörkum til að velja lífið. Aldrei aftur Hiroshima. Aldrei aftur Nagasaki.
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar