Erlent

Einn eða fleiri demantar?

Óli Tynes skrifar
Mia Farrow.
Mia Farrow.

Leikkonan Mia Farrow bar í dag vitni fyrir stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag í réttarhöldunum yfir Charles Taylor, fyrrverandi leiðtoga Líberíu.

Hann er meðal annars sakaður um að hafa selt svokallaða blóðdemanta til þess að fjármagna ógnarstjórn sína. Taylor segist ekkert hafa komið nálægt demantaverslun.

Farrow sagði að ofurfyrirsætan Naomi Campbell hafi sagt sér að Taylor hefði gefið sér einn risastóran demant.

Campbell bar hinsvegar fyrir rétti að einhverjir menn hefðu bankað upp á hótelherbergi sitt um miðja nótt og afhent sér poka með litlum skítugum steinum. Það hafa þá væntanlega verið óslípaðir demantar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×