Erlent

Engin spor eftir týnda Norðmenn

Óli Tynes skrifar
Frá Grænlandi.
Frá Grænlandi.

Ekkert hefur enn spurst til þriggja ungra Norðmanna sem eru týndir á Grænlandi. Mennirnir þrír komu til Grænlands fyrir sex dögum til að veiða lax.

Þeir voru fluttir á báti á fyrirfram ákveðinn stað og þaðan ætluðu þeir að ganga að ánni, en það var um tíu klukkustunda ganga. Báturinn átti svo að sækja þá á sama stað á föstudaginn, en Norðmennirnir skiluðu sér ekki.

Mennirnir sem eru á aldrinum tuttugu og fjögurra til þrjátíu og eins árs eru alvanir útivistarmenn og voru vel búnir til ferðarinnar. Veður hefur verið gott á þessum slóðum frá þeir lögðu upp í leiðangurinn.

Þyrlur hafa leitað þeirra síðan um helgina, en án árangurs. Engin spor hafa sést eftir mennina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×