Samtök lánþega í hlutverki ASÍ og SA 27. ágúst 2010 05:00 Á næstu dögum verða tvö lykil-mál flutt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, hvar tekið verður á öllum vafaatriðum sem hugsanlega er hægt að finna til er varða erlenda/gengistryggða lánasamninga tiltekinnar bankastofnunar. Þessi mál eru kostuð af Samtökum lánþega og vilja samtökin þannig stuðla að því að allir lánþegar njóti góðs af þeirri vinnu sem lögð er í þessi tilteknu mál. Í öðru málinu er um að ræða lán til einkahlutafélags (Tölvupósturinn ehf.) en til einstaklings (Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir) í hinu málinu. Aðalmeðferð í máli Tölvupóstsins fer fram þann 25. ágúst og verður það flutt af Jóhanni Hafstein hdl. en Björn Þorri Viktorsson hrl. mun flytja mál Sveinbjargar þann 3. september. Í báðum þessum málum er tekið á verðtrygginga- og vaxtaákvæðum og einnig verður tekið á túlkun á jafnvirðishugtaki sem og vafaatriðum er varða lán sem hugsanlega eru erlend, en gengistryggð í íslenskum krónum. Hér er um að ræða samkomulag milli lánþega og slitastjórnar Frjálsa fjárfestingabankans hvar leitast er við að afgreiða alla óvissu út af borðinu á sem skemmstum tíma og með sem minnstum tilkostnaði. Fordæmisgildi þessara mála er því gríðarlegt. Einkum þegar litið er til þess að skilmálar þeirra lána er hér um ræðir eru efnislega samhljóða stærstum hluta erlendra/gengistryggðra lánasamninga hjá bæði Landsbanka Íslands, Arion banka og fleiri minni bönkum og sparisjóðum. Hér er því unnið að sameiginlegum hagsmunum tugþúsunda lánþega, bæði einstaklinga og lögaðila. Kostnaður við þessi mál er gríðarlegur eins og gefur að skilja, enda mikið í húfi og mikilvægt að vandað sé til allra þátta. Samtök lánþega tóku í upphafi þessarar baráttu ákvörðun um að ábyrgjast og greiða þennan kostnað og tryggja þannig að hægt væri að berjast sem einn aðili fyrir hönd heildarinnar. Engin baráttusamtök alþýðu, almennings, atvinnurekenda eða aðrir hagsmunaaðilar með digra sjóði hafa séð sér fært að koma með slíkum hætti til móts við augljósar og brýnar þarfir bæði launþega og atvinnulífs. Tæplega 3.000 manna samtök sem ekki innheimta félagsgjöld urðu að taka af skarið. Enda var ljóst að vilji banka, stjórnvalda og eftirlitsaðila lá til þess að flækja málin sem og beita sér fyrir hagsmunum fjármálafyrirtækjanna. Öllum þeim hagsmunasamtökum sem hefðu átt að taka þessa baráttu upp á sína arma var boðið að styrkja þessa vinnu, en öll höfnuðu þau boðinu utan Félag smábátaeigenda sem óskaði eftir að styrkja samtökin með rausnalegu 100.000,- kr. framlagi. Þar fyrir utan hafa vissulega nokkrir einstaklingar styrkt þessa baráttu með reglubundnum framlögum. Þar hafa þeir iðulega lagt mest til sem minnst hafa átt. Hér er um að ræða hagsmuni er taldir eru í raunverulegum milljörðum króna og snerta lífsafkomu stórs hluta þjóðarinnar. Vinnist þessi mál, þá er ljóst að skuldastaða hvers lánþega batnar um á annan tug milljóna að meðaltali. Slíkt mun ekki einungis hafa í för með sér von um betra líf. Slíkt mun fyrir marga hafa í för með sér, von um líf. Með þessum málum vonumst við til að snúa til baka þeirri gríðarlegu eignatilfærslu sem skipulögð hefur verið af stjórnvöldum úr höndum almennings til fjármagnseigenda. Munið, að í krafti fjöldans getum við allt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Íslands fullorðnu synir Hannes Pétursson Skoðun VG á tímamótum Fastir pennar Handboltaangistin Fastir pennar Vinnufriður Eyþór Arnalds Skoðun Hugmyndafræðin skynseminni yfirsterkari Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Þú borðar lygi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Njótum hátíðanna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Á næstu dögum verða tvö lykil-mál flutt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, hvar tekið verður á öllum vafaatriðum sem hugsanlega er hægt að finna til er varða erlenda/gengistryggða lánasamninga tiltekinnar bankastofnunar. Þessi mál eru kostuð af Samtökum lánþega og vilja samtökin þannig stuðla að því að allir lánþegar njóti góðs af þeirri vinnu sem lögð er í þessi tilteknu mál. Í öðru málinu er um að ræða lán til einkahlutafélags (Tölvupósturinn ehf.) en til einstaklings (Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir) í hinu málinu. Aðalmeðferð í máli Tölvupóstsins fer fram þann 25. ágúst og verður það flutt af Jóhanni Hafstein hdl. en Björn Þorri Viktorsson hrl. mun flytja mál Sveinbjargar þann 3. september. Í báðum þessum málum er tekið á verðtrygginga- og vaxtaákvæðum og einnig verður tekið á túlkun á jafnvirðishugtaki sem og vafaatriðum er varða lán sem hugsanlega eru erlend, en gengistryggð í íslenskum krónum. Hér er um að ræða samkomulag milli lánþega og slitastjórnar Frjálsa fjárfestingabankans hvar leitast er við að afgreiða alla óvissu út af borðinu á sem skemmstum tíma og með sem minnstum tilkostnaði. Fordæmisgildi þessara mála er því gríðarlegt. Einkum þegar litið er til þess að skilmálar þeirra lána er hér um ræðir eru efnislega samhljóða stærstum hluta erlendra/gengistryggðra lánasamninga hjá bæði Landsbanka Íslands, Arion banka og fleiri minni bönkum og sparisjóðum. Hér er því unnið að sameiginlegum hagsmunum tugþúsunda lánþega, bæði einstaklinga og lögaðila. Kostnaður við þessi mál er gríðarlegur eins og gefur að skilja, enda mikið í húfi og mikilvægt að vandað sé til allra þátta. Samtök lánþega tóku í upphafi þessarar baráttu ákvörðun um að ábyrgjast og greiða þennan kostnað og tryggja þannig að hægt væri að berjast sem einn aðili fyrir hönd heildarinnar. Engin baráttusamtök alþýðu, almennings, atvinnurekenda eða aðrir hagsmunaaðilar með digra sjóði hafa séð sér fært að koma með slíkum hætti til móts við augljósar og brýnar þarfir bæði launþega og atvinnulífs. Tæplega 3.000 manna samtök sem ekki innheimta félagsgjöld urðu að taka af skarið. Enda var ljóst að vilji banka, stjórnvalda og eftirlitsaðila lá til þess að flækja málin sem og beita sér fyrir hagsmunum fjármálafyrirtækjanna. Öllum þeim hagsmunasamtökum sem hefðu átt að taka þessa baráttu upp á sína arma var boðið að styrkja þessa vinnu, en öll höfnuðu þau boðinu utan Félag smábátaeigenda sem óskaði eftir að styrkja samtökin með rausnalegu 100.000,- kr. framlagi. Þar fyrir utan hafa vissulega nokkrir einstaklingar styrkt þessa baráttu með reglubundnum framlögum. Þar hafa þeir iðulega lagt mest til sem minnst hafa átt. Hér er um að ræða hagsmuni er taldir eru í raunverulegum milljörðum króna og snerta lífsafkomu stórs hluta þjóðarinnar. Vinnist þessi mál, þá er ljóst að skuldastaða hvers lánþega batnar um á annan tug milljóna að meðaltali. Slíkt mun ekki einungis hafa í för með sér von um betra líf. Slíkt mun fyrir marga hafa í för með sér, von um líf. Með þessum málum vonumst við til að snúa til baka þeirri gríðarlegu eignatilfærslu sem skipulögð hefur verið af stjórnvöldum úr höndum almennings til fjármagnseigenda. Munið, að í krafti fjöldans getum við allt.
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar