Erlent

Goldman Sachs greiðir 550 milljónir dollara vegna málshöfðunnar

Bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs samþykkti að greiða 550 milljónir dollara vegna einkamáls sem höfðað var gegn bankanum um að hann hafi platað fólk til að fjárfesta í undirmáls húsnæðislánum.

Upphæðin jafngildir 67.936 milljörðum króna.

Fjárfestingabankinn hefur samþykkt að greiða Bandaríska fjármálaeftirlitinu 300 milljónir dollara í sekt og það sem eftir stendur fer til fjárfesta sem urðu fyrir barðinu á svindlinu, segir í frétt New York Daily News.

Sektin er sú stærsta í sögu fjármálaeftirlitsins. Hinsvegar nemur hún aðeins 1/20 af bónusgreiðslum Goldman Sachs á síðasta ári, segir í fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×