Viðskipti innlent

Forstjóri Marels eykur við hlut sinn í félaginu

Theodoor Hoen forstjóri Marels hefur aukið við hlut sinn í félaginu. Í tilkynningu til kauphallarinnar kemur fram að hann hafi keypt hluti fyrir 29,4 milljónir kr. í morgun.

Alls var um 500.000 hluti að ræða sem keyptir voru á genginu 58,8 kr. Fram kemur að þar með eigi Hoen 1,5 milljón hluti í Marel. Ennfremur á Hoen kauprétt að 2 milljónum hluta í viðbót.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×