Erlent

Vill að Obama segi íslenskum stjórnvöldum að loka Wikileaks

Liz Cheney ásamt foreldrum sínum Dick og Lynne Cheney.
Liz Cheney ásamt foreldrum sínum Dick og Lynne Cheney.
Liz Cheney, dóttir fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna Dick Cheney, lét þau orð falla í spjallþætti á sjónvarpsstöðinni Fox News í gærkvöldi að forseti Bandaríkjanna ætti að fara þess á leit við íslensk stjórnvöld að þau loka vefsíðunni Wikileaks.

Þar birtust fyrir skömmu viðkvæm gögn um framgang stríðsins í Afganistan. Birting gagnanna hefur verið harðlega gagnrýnd en Liz Cheny mun vera áhrifamanneskja meðal íhaldsamra Bandaríkjamanna.

Frekari útskýringar á tengslum íslenskra stjórnvalda við Wikileaks var hinsvegar ekki að finna hjá dótturinni í þættinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×