Stöndum vörð um börnin okkar Þorgerður Laufey Diðriksdóttir skrifar 20. nóvember 2010 07:45 Íslenskt menntakerfi byggir á þremur meginstoðum: Grunnskólalögum, aðalnámskrá og hefðum. Menntakerfið er þó langt frá því að vera staðnað bákn og í stöðugri framþróun og endurskoðun. Fræðsluyfirvöld og starfsmenn menntastofnana hafa lagt sig fram um að hlúa að menntun, faglegu starfi og þróun kennsluhátta. Starf íslenskra grunnskóla hefur verið í stöðugri þróun síðustu árin og sem dæmi má nefna lengingu og endurskipulagningu kennaranámsins, sem og mælingar og mat á öllum þáttum skólastarfsins. Þegar barn hefur nám í grunnskóla verða kaflaskil. Barnið sækir inn á nýjan vettvang sem á að tryggja menntun þess og öryggi. Það er mikilvægt að friður og jafnvægi ríki um stofnun sem er svo stór hluti lífs barnsins. Mikið hefur verið rætt um eflingu menntunar og nýleg lenging kennaranáms er gott dæmi þar um. Nýjasta útspil Sambands íslenskra sveitar félaga um skerðingu á kennslu grunnskóla rímar alls ekki við hina faglegu umræðu sem lögð hefur verið til grundvallar allri orðræðu um menntamál á síðustu árum. Meðal sumra hefur verið vinsælt að snúa mótmælum kennara á þann veg að kennarar séu í sífelldri hagsmunabaráttu og markvisst reynt að þagga niður í þeim. Sumir virðast telja að mótmæli okkar snúi ekki að því að standa vörð um fagvitund okkar og menntun nemenda. Í sömu andrá eru kennarar oft sagðir ekki sinna endurmenntun sinni og vinna þeirra tortryggð. Hið rétta er að kennarar sinna vel endurmenntun, sem endurspeglast vel í fjölbreytilegri framhaldsmenntun þeirra. Enginn ætti að vita það betur en Reykjavíkurborg enda er endurmenntunarstefna grunnskóla Reykjavíkur bæði framsækin og metnaðarfull. Þetta birtist vel í innra mati skólanna, samstarfi skólastiga og þróunarverkefnum. Í ljósi þess sem hér að framan er sagt leggur stjórn Kennarafélags Reykjavíkur til að Samband íslenskra sveitarfélaga leiti eftir samstarfi við fagaðila áður en til frekari gönuhlaupa verður stofnað. Hugmyndir þær sem formaður sambandsins viðraði á dögunum um skerta kennslu eru vanhugsaðar og geta haft ófyrirséðar afleiðingar. Horfa þarf til reynslu annarra landa sem gengið hafa í gegnum þrengingar. Menntun er hornsteinn samfélagsins. Sé niðurskurður óumflýjanlegur þarf að huga að framtíð nemenda og barna okkar. Hagsmunir þeirra skulu ætíð hafðir leiðarljósi í allri ákvarðanatöku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Laufey Diðriksdóttir Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskt menntakerfi byggir á þremur meginstoðum: Grunnskólalögum, aðalnámskrá og hefðum. Menntakerfið er þó langt frá því að vera staðnað bákn og í stöðugri framþróun og endurskoðun. Fræðsluyfirvöld og starfsmenn menntastofnana hafa lagt sig fram um að hlúa að menntun, faglegu starfi og þróun kennsluhátta. Starf íslenskra grunnskóla hefur verið í stöðugri þróun síðustu árin og sem dæmi má nefna lengingu og endurskipulagningu kennaranámsins, sem og mælingar og mat á öllum þáttum skólastarfsins. Þegar barn hefur nám í grunnskóla verða kaflaskil. Barnið sækir inn á nýjan vettvang sem á að tryggja menntun þess og öryggi. Það er mikilvægt að friður og jafnvægi ríki um stofnun sem er svo stór hluti lífs barnsins. Mikið hefur verið rætt um eflingu menntunar og nýleg lenging kennaranáms er gott dæmi þar um. Nýjasta útspil Sambands íslenskra sveitar félaga um skerðingu á kennslu grunnskóla rímar alls ekki við hina faglegu umræðu sem lögð hefur verið til grundvallar allri orðræðu um menntamál á síðustu árum. Meðal sumra hefur verið vinsælt að snúa mótmælum kennara á þann veg að kennarar séu í sífelldri hagsmunabaráttu og markvisst reynt að þagga niður í þeim. Sumir virðast telja að mótmæli okkar snúi ekki að því að standa vörð um fagvitund okkar og menntun nemenda. Í sömu andrá eru kennarar oft sagðir ekki sinna endurmenntun sinni og vinna þeirra tortryggð. Hið rétta er að kennarar sinna vel endurmenntun, sem endurspeglast vel í fjölbreytilegri framhaldsmenntun þeirra. Enginn ætti að vita það betur en Reykjavíkurborg enda er endurmenntunarstefna grunnskóla Reykjavíkur bæði framsækin og metnaðarfull. Þetta birtist vel í innra mati skólanna, samstarfi skólastiga og þróunarverkefnum. Í ljósi þess sem hér að framan er sagt leggur stjórn Kennarafélags Reykjavíkur til að Samband íslenskra sveitarfélaga leiti eftir samstarfi við fagaðila áður en til frekari gönuhlaupa verður stofnað. Hugmyndir þær sem formaður sambandsins viðraði á dögunum um skerta kennslu eru vanhugsaðar og geta haft ófyrirséðar afleiðingar. Horfa þarf til reynslu annarra landa sem gengið hafa í gegnum þrengingar. Menntun er hornsteinn samfélagsins. Sé niðurskurður óumflýjanlegur þarf að huga að framtíð nemenda og barna okkar. Hagsmunir þeirra skulu ætíð hafðir leiðarljósi í allri ákvarðanatöku.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun