Erlent

Castro varaði við kjarnorkustríði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Castro ávarpaði þingið á Kúbu.
Castro ávarpaði þingið á Kúbu.
Fidel Castro, fyrrverandi forseti Kúbu, hélt í dag fyrstu ræðu sína fyrir þinginu á Kúbu frá því að hann sagði af sér embætti fyrir fjórum árum síðan. Í ræðu sinni varaði hann við hættunni á kjarnorkustríði milli Bandaríkjanna og Íran.

Raul Castro, bróðir Fidels, var viðstaddur þegar að hann hélt ræðu sína, en Raul tók við af bróður sínum þegar að hann sagði af sér embætti sökum heilsubrests. Þetta var í fyrsta sinn sem þeir bræður komu saman opinberlega frá því að Fidel lét af embætti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×