Greining: Verðbólgan minnkar í 4,1% í september 20. september 2010 10:42 Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) hækki í september um 0,4% frá ágústmánuði. Ef spáin gengur eftir mun ársverðbólgan hjaðna úr 4,5% í 4,1% í september, en svo lítil hefur verðbólgan ekki verið frá ofanverðu sumri árið 2007. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningarinnar. Þar segir að útsöluáhrif spili hér töluvert hlutverk líkt og jafnan í septembermánuði. Til að mynda gerir greiningin ráð fyrir að hækkun á fötum og skóm leiði til 0,4% hækkunar vísitölunnar nú. Á móti vegur að styrking krónunnar frá miðju ári hefur áhrif til lækkunar á ýmsum innfluttum vörum og dregur úr hækkunarþrýstingi á öðrum innfluttum sem innlendum vörum. Einnig bendir ýmislegt til þess að húsnæðisliður vísitölunnar muni lækka lítillega í septembermánuði. „Þegar líður á haustið gerum við ráð fyrir nokkurri hækkun VNV. Þar vegur hvað þyngst veruleg gjaldskrárhækkun OR á heitu vatni og rafmagni, en fyrirtækið sér u.þ.b. 60% landsmanna fyrir orku til heimilisnota. Auk beinna áhrifa af hækkuninni má búast við að aðrir orkusalar sláist í hópinn með hækkanir, auk þess sem aukinn orkukostnaður innlendra fyrirtækja mun í talsverðum mæli velta út í verð vöru þeirra og þjónustu," segir í Morgunkorninu. „Alls spáum við því að VNV hækki um 2,1% fram til áramóta. Þrátt fyrir það mun verðbólga halda áfram að hjaðna, enda detta í mánuði hverjum miklir verðbólgu-mánuðir út úr 12 mánaða taktinum það sem eftir lifir árs. Gerum við ráð fyrir því að verðbólga mælist 3,4% í desember. Eftir sem áður áætlum við svo að verðbólga mælist að jafnaði nálægt verðbólgumarkmiði Seðlabankans á næsta ári, og spáum við meðalverðbólgu upp á 3,2% árið 2011." Greiningin segir að líkt og fyrri daginn er gengisþróun krónu stærsti áhættuþáttur spárinnar. „Gerum við þar ráð fyrir að krónan verði á svipuðum slóðum og nú er raunin, en óþarfi ætti að vera að taka fram að ekki er á vísan að róa í þeim efnum. Þá styttist í kjarasamninga á stærstum hluta vinnumarkaðar og gætu launakröfur í þeim orðið talsvert hærri en innlend fyrirtæki standa undir án verðhækkunar á vörum og þjónustu. Þróun fasteignaverðs mun á hinn bóginn halda aftur af hækkun vísitölunnar að mati okkar, þótt að líklegt sé að verð íbúðarhúsnæðis sé nú nálægt botninum í þessari kreppu. Einnig lítur nú út fyrir að hækkun skatta á vörur og þjónustu muni reynast fremur hóflegri næsta kastið en útlit var fyrir í upphafi þessa árs," segir í Morgunkorninu. Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) hækki í september um 0,4% frá ágústmánuði. Ef spáin gengur eftir mun ársverðbólgan hjaðna úr 4,5% í 4,1% í september, en svo lítil hefur verðbólgan ekki verið frá ofanverðu sumri árið 2007. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningarinnar. Þar segir að útsöluáhrif spili hér töluvert hlutverk líkt og jafnan í septembermánuði. Til að mynda gerir greiningin ráð fyrir að hækkun á fötum og skóm leiði til 0,4% hækkunar vísitölunnar nú. Á móti vegur að styrking krónunnar frá miðju ári hefur áhrif til lækkunar á ýmsum innfluttum vörum og dregur úr hækkunarþrýstingi á öðrum innfluttum sem innlendum vörum. Einnig bendir ýmislegt til þess að húsnæðisliður vísitölunnar muni lækka lítillega í septembermánuði. „Þegar líður á haustið gerum við ráð fyrir nokkurri hækkun VNV. Þar vegur hvað þyngst veruleg gjaldskrárhækkun OR á heitu vatni og rafmagni, en fyrirtækið sér u.þ.b. 60% landsmanna fyrir orku til heimilisnota. Auk beinna áhrifa af hækkuninni má búast við að aðrir orkusalar sláist í hópinn með hækkanir, auk þess sem aukinn orkukostnaður innlendra fyrirtækja mun í talsverðum mæli velta út í verð vöru þeirra og þjónustu," segir í Morgunkorninu. „Alls spáum við því að VNV hækki um 2,1% fram til áramóta. Þrátt fyrir það mun verðbólga halda áfram að hjaðna, enda detta í mánuði hverjum miklir verðbólgu-mánuðir út úr 12 mánaða taktinum það sem eftir lifir árs. Gerum við ráð fyrir því að verðbólga mælist 3,4% í desember. Eftir sem áður áætlum við svo að verðbólga mælist að jafnaði nálægt verðbólgumarkmiði Seðlabankans á næsta ári, og spáum við meðalverðbólgu upp á 3,2% árið 2011." Greiningin segir að líkt og fyrri daginn er gengisþróun krónu stærsti áhættuþáttur spárinnar. „Gerum við þar ráð fyrir að krónan verði á svipuðum slóðum og nú er raunin, en óþarfi ætti að vera að taka fram að ekki er á vísan að róa í þeim efnum. Þá styttist í kjarasamninga á stærstum hluta vinnumarkaðar og gætu launakröfur í þeim orðið talsvert hærri en innlend fyrirtæki standa undir án verðhækkunar á vörum og þjónustu. Þróun fasteignaverðs mun á hinn bóginn halda aftur af hækkun vísitölunnar að mati okkar, þótt að líklegt sé að verð íbúðarhúsnæðis sé nú nálægt botninum í þessari kreppu. Einnig lítur nú út fyrir að hækkun skatta á vörur og þjónustu muni reynast fremur hóflegri næsta kastið en útlit var fyrir í upphafi þessa árs," segir í Morgunkorninu.
Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira