Eldri borgarar taki þátt Ragnar Sverrisson skrifar 10. ágúst 2010 06:00 Forystumönnum Akureyrarbæjar voru afhentar undirskriftir 120 starfsmanna Öldrunarheimila bæjarins á dögunum þar sem mótmælt var staðsetningu nýs öldrunarheimilis í Naustahverfi. Þetta ágæta fólk taldi betra fyrir skjólstæðinga sína að þessi starfssemi væri þar sem auðvelt er að vera í sambandi við annað fólk og njóta samvista við það; vera beinir þátttakendur hins daglega lífs bæjarbúa eftir því sem heilsa og aðstæður leyfa. Það verði ekki gert með því að búa um eldra fólkið í útjaðri bæjarins eins og talsmenn undirskriftarsöfnunarinnar bentu á. Þá er meiri hætta á einangrun með þeim afleiðingum sem því fylgir fyrir gamla fólkið og okkur hin sem fylgjum í kjölfarið fyrr en varir. @Megin-Ol Idag 8,3p :Í niðurstöðum íbúaþings árið 2004 um nýskipan miðbæjarins var áhersla lögð á að hann verði líflegur vettvangur mannlífs og skemmtunar. Margir þingfulltrúar vöktu einmitt athygli á því að fjölga þyrfti íbúðum í miðbænum eða næsta nágrenni hans til þess að ná þessu markmiði. Þeir sáu fyrir sér íbúðir þar sem hófleg ganga frá þeim inn í kjarna miðbæjarins yrði hluti daglegs lífs. Þar hittist fólk og nýtir sér þjónustu af ýmsum toga í skjólgóðu og hlýlegu umhverfi. Því lagði íbúaþingið til að í útjaðri miðbæjarins yrðu íbúðir og hljóðlát byggð en öll þjónustustarfssemi og skemmtanir á miðsvæðinu sjálfu sem truflaði þó ekki þá sem heima sitja. Þessi sýn opnar möguleika á að byggja öldrunarheimili til dæmis á svæðinu frá Bautanum og suður að Samkomuhúsinu, á gamla íþróttavellinum og á svæðinu niður eftir Oddeyri norðan Strandgötu. Þarna eru margir áhugaverðir valkostir til að byggja slík heimili fyrir aldraða og falla vel að því deiliskipulagi sem nú liggur fyrir til afgreiðslu í bæjarstjórn. Að vísu eru þær ekki í takt við þær hugmyndir sem uppi eru um að fjölga bensínstöðvum og efla veitingarekstur með viðeigandi bílaumferð í útjaðri miðbæjarins. En vonandi stuðla ofangreindar undirskriftir að því að rétta af þann óheilla kúrs sem þau mál hefur ratað í og fundin verður staður fyrir gamla fólkið sem tengir það mannlífi og þjónustu sem það, eins og aðrir, vilja nýta sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 4. 10. 2025 Halldór Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Sjá meira
Forystumönnum Akureyrarbæjar voru afhentar undirskriftir 120 starfsmanna Öldrunarheimila bæjarins á dögunum þar sem mótmælt var staðsetningu nýs öldrunarheimilis í Naustahverfi. Þetta ágæta fólk taldi betra fyrir skjólstæðinga sína að þessi starfssemi væri þar sem auðvelt er að vera í sambandi við annað fólk og njóta samvista við það; vera beinir þátttakendur hins daglega lífs bæjarbúa eftir því sem heilsa og aðstæður leyfa. Það verði ekki gert með því að búa um eldra fólkið í útjaðri bæjarins eins og talsmenn undirskriftarsöfnunarinnar bentu á. Þá er meiri hætta á einangrun með þeim afleiðingum sem því fylgir fyrir gamla fólkið og okkur hin sem fylgjum í kjölfarið fyrr en varir. @Megin-Ol Idag 8,3p :Í niðurstöðum íbúaþings árið 2004 um nýskipan miðbæjarins var áhersla lögð á að hann verði líflegur vettvangur mannlífs og skemmtunar. Margir þingfulltrúar vöktu einmitt athygli á því að fjölga þyrfti íbúðum í miðbænum eða næsta nágrenni hans til þess að ná þessu markmiði. Þeir sáu fyrir sér íbúðir þar sem hófleg ganga frá þeim inn í kjarna miðbæjarins yrði hluti daglegs lífs. Þar hittist fólk og nýtir sér þjónustu af ýmsum toga í skjólgóðu og hlýlegu umhverfi. Því lagði íbúaþingið til að í útjaðri miðbæjarins yrðu íbúðir og hljóðlát byggð en öll þjónustustarfssemi og skemmtanir á miðsvæðinu sjálfu sem truflaði þó ekki þá sem heima sitja. Þessi sýn opnar möguleika á að byggja öldrunarheimili til dæmis á svæðinu frá Bautanum og suður að Samkomuhúsinu, á gamla íþróttavellinum og á svæðinu niður eftir Oddeyri norðan Strandgötu. Þarna eru margir áhugaverðir valkostir til að byggja slík heimili fyrir aldraða og falla vel að því deiliskipulagi sem nú liggur fyrir til afgreiðslu í bæjarstjórn. Að vísu eru þær ekki í takt við þær hugmyndir sem uppi eru um að fjölga bensínstöðvum og efla veitingarekstur með viðeigandi bílaumferð í útjaðri miðbæjarins. En vonandi stuðla ofangreindar undirskriftir að því að rétta af þann óheilla kúrs sem þau mál hefur ratað í og fundin verður staður fyrir gamla fólkið sem tengir það mannlífi og þjónustu sem það, eins og aðrir, vilja nýta sér.
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar