Eldri borgarar taki þátt Ragnar Sverrisson skrifar 10. ágúst 2010 06:00 Forystumönnum Akureyrarbæjar voru afhentar undirskriftir 120 starfsmanna Öldrunarheimila bæjarins á dögunum þar sem mótmælt var staðsetningu nýs öldrunarheimilis í Naustahverfi. Þetta ágæta fólk taldi betra fyrir skjólstæðinga sína að þessi starfssemi væri þar sem auðvelt er að vera í sambandi við annað fólk og njóta samvista við það; vera beinir þátttakendur hins daglega lífs bæjarbúa eftir því sem heilsa og aðstæður leyfa. Það verði ekki gert með því að búa um eldra fólkið í útjaðri bæjarins eins og talsmenn undirskriftarsöfnunarinnar bentu á. Þá er meiri hætta á einangrun með þeim afleiðingum sem því fylgir fyrir gamla fólkið og okkur hin sem fylgjum í kjölfarið fyrr en varir. @Megin-Ol Idag 8,3p :Í niðurstöðum íbúaþings árið 2004 um nýskipan miðbæjarins var áhersla lögð á að hann verði líflegur vettvangur mannlífs og skemmtunar. Margir þingfulltrúar vöktu einmitt athygli á því að fjölga þyrfti íbúðum í miðbænum eða næsta nágrenni hans til þess að ná þessu markmiði. Þeir sáu fyrir sér íbúðir þar sem hófleg ganga frá þeim inn í kjarna miðbæjarins yrði hluti daglegs lífs. Þar hittist fólk og nýtir sér þjónustu af ýmsum toga í skjólgóðu og hlýlegu umhverfi. Því lagði íbúaþingið til að í útjaðri miðbæjarins yrðu íbúðir og hljóðlát byggð en öll þjónustustarfssemi og skemmtanir á miðsvæðinu sjálfu sem truflaði þó ekki þá sem heima sitja. Þessi sýn opnar möguleika á að byggja öldrunarheimili til dæmis á svæðinu frá Bautanum og suður að Samkomuhúsinu, á gamla íþróttavellinum og á svæðinu niður eftir Oddeyri norðan Strandgötu. Þarna eru margir áhugaverðir valkostir til að byggja slík heimili fyrir aldraða og falla vel að því deiliskipulagi sem nú liggur fyrir til afgreiðslu í bæjarstjórn. Að vísu eru þær ekki í takt við þær hugmyndir sem uppi eru um að fjölga bensínstöðvum og efla veitingarekstur með viðeigandi bílaumferð í útjaðri miðbæjarins. En vonandi stuðla ofangreindar undirskriftir að því að rétta af þann óheilla kúrs sem þau mál hefur ratað í og fundin verður staður fyrir gamla fólkið sem tengir það mannlífi og þjónustu sem það, eins og aðrir, vilja nýta sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Forystumönnum Akureyrarbæjar voru afhentar undirskriftir 120 starfsmanna Öldrunarheimila bæjarins á dögunum þar sem mótmælt var staðsetningu nýs öldrunarheimilis í Naustahverfi. Þetta ágæta fólk taldi betra fyrir skjólstæðinga sína að þessi starfssemi væri þar sem auðvelt er að vera í sambandi við annað fólk og njóta samvista við það; vera beinir þátttakendur hins daglega lífs bæjarbúa eftir því sem heilsa og aðstæður leyfa. Það verði ekki gert með því að búa um eldra fólkið í útjaðri bæjarins eins og talsmenn undirskriftarsöfnunarinnar bentu á. Þá er meiri hætta á einangrun með þeim afleiðingum sem því fylgir fyrir gamla fólkið og okkur hin sem fylgjum í kjölfarið fyrr en varir. @Megin-Ol Idag 8,3p :Í niðurstöðum íbúaþings árið 2004 um nýskipan miðbæjarins var áhersla lögð á að hann verði líflegur vettvangur mannlífs og skemmtunar. Margir þingfulltrúar vöktu einmitt athygli á því að fjölga þyrfti íbúðum í miðbænum eða næsta nágrenni hans til þess að ná þessu markmiði. Þeir sáu fyrir sér íbúðir þar sem hófleg ganga frá þeim inn í kjarna miðbæjarins yrði hluti daglegs lífs. Þar hittist fólk og nýtir sér þjónustu af ýmsum toga í skjólgóðu og hlýlegu umhverfi. Því lagði íbúaþingið til að í útjaðri miðbæjarins yrðu íbúðir og hljóðlát byggð en öll þjónustustarfssemi og skemmtanir á miðsvæðinu sjálfu sem truflaði þó ekki þá sem heima sitja. Þessi sýn opnar möguleika á að byggja öldrunarheimili til dæmis á svæðinu frá Bautanum og suður að Samkomuhúsinu, á gamla íþróttavellinum og á svæðinu niður eftir Oddeyri norðan Strandgötu. Þarna eru margir áhugaverðir valkostir til að byggja slík heimili fyrir aldraða og falla vel að því deiliskipulagi sem nú liggur fyrir til afgreiðslu í bæjarstjórn. Að vísu eru þær ekki í takt við þær hugmyndir sem uppi eru um að fjölga bensínstöðvum og efla veitingarekstur með viðeigandi bílaumferð í útjaðri miðbæjarins. En vonandi stuðla ofangreindar undirskriftir að því að rétta af þann óheilla kúrs sem þau mál hefur ratað í og fundin verður staður fyrir gamla fólkið sem tengir það mannlífi og þjónustu sem það, eins og aðrir, vilja nýta sér.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar