Erlent

Íhuga að hætta skipulagðri leit á Grænlandi

Lögreglan í Syðri Straumsfirði á Grænlandi íhugar nú að hætta skipulagðri leit að Norðmönnunum þremur sem saknað er á svæðinu. Lík eins þeirra hefur fundist, og tveir bakpokar þeirra tveggja, sem enn er saknað.

Samkvæmt frétt um málið í Verdens Gang munu lögrereglan og fulltrúar björgunarsveita funda um málið nú fyrir hádegi þar sem ákvörðun um áframhaldandi leit verður tekin.

Norðmannanna þriggja hefur verið saknað síðan á föstudag og mikil leit hefur staðið síðan með þyrlum. Lögreglan segir að þegar sé búið að fínkemba það svæði sem Norðmennirnir sögðust ætla að vera á en það kallast Paradísardalurinn. Þeir ætluðu að stunda silungsveiði þar og voru vanir og vel útbúnir til þess.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×