Erlent

Villtist á rafbyssu og skammbyssu

Óli Tynes skrifar
Rafbyssa notuð.
Rafbyssa notuð.

Miklar óeirðir urðu í Oakland í Kaliforníu í nótt eftir að hvítur lögreglumaður var sakfelldur fyrir manndráp af gáleysi á svörtum karlmanni.

Svertingjar í borginni vildu að hann yrði sakfelldur fyrir morð.

Lögreglumaðurinn bar fyrir rétti að hann hefði ætlað að beita rafbyssu sinni en í æsingnum hefði hann dregið upp skammbyssuna.

Drápið náðist á öryggismyndavél. Þar sést svertinginn liggja á maganum á brautarpalli á járnbrautarstöð. Lögreglumaðurinn dregur upp skammbyssu sína og skýtur hann í bakið.

Síðan stingur hann skammbyssunni aftur í slíðrið og grípur um höfuð sér eins og hann trúi ekki því sem gerðist.

Óeirðirnar hófust fljótlega eftir sakfellinguna í gær. Bílrúður voru brotnar, verslanir rændar, fkugeldum var skotið að lögreglunni og kveikt í ruslatunnum. Fimmtíu voru handteknir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×