Erlent

Öflugur jarðsjálfti skók Vanuatu eyjar

Öflugur jarðsjálfti skók Vanuatu eyjar í miðju Kyrrhafinu í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá bandarísku jarðfræðistofuninni mældist jarðskálftinn 7,5 á richter.

Upptök skjálftans voru tæplega 50 kílómetra vestur af eyjunum en þær liggja djúpt undan austurströnd Ástralíu. Ekki er vitað um mann- eða eignatjón af völdum skjálftans en íbúar eyjanna eru rúmlega 220.000 talsins.

Ekki þykir vera hætta á að flóðbylgja hafi myndast í skjálftanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×