Erlent

BP tókst að koma nýrri hettu á olíuleiðsluna sem lekur

BP olíufélaginu hefur tekist að koma nýrri og þéttari hettu á olíuleiðsluna sem lekur olíu út í Mexíkóflóann. Vonast er til að með þessu hafi alfarið tekist að stöðva lekann.

Fyrri hetta sem sett var á leiðsluna náði aðeins að stöðva lekann að hálfu leyti. Forráðamenn BP segja að nýja hettan sé bráðabirgðalausn á vandamálinu og heldur félagið áfram að bora tvær nýjar holur við hlið þeirrar sem lekur. Sú aðgerð á að leysa þetta vandamál endanlega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×