Erlent

Fegurðarsamkeppni fyrir heimilislausa

Samtökin fá ábendingar reglulega um smekklausa viðburði og hafa birt lista yfir þá verstu.
Samtökin fá ábendingar reglulega um smekklausa viðburði og hafa birt lista yfir þá verstu.
Í tilefni af Evrópuári gegn fátækt og félagslegri einangrun hafa smekklausustu aðgerðirnar í baráttunni gegn heimilisleysi verið teknar saman af Feantsa, alþjóðlegum samtökum sem berjast gegn heimilisleysi.

Meðal þess sem þykir hvað smekklausast er framleiðsla á svefnpokum í felulitum sem ætlaðir eru heimilislausu fólki. Svefnpokinn fékk hönnunarverðlaun á dögunum. Annað framtakið er tölvuleikur á Netinu þar sem þátttakendur slást, drekka áfengi og stela í hlutverki heimilislauss einstaklings. Forsvarsmenn leiksins segjast vera að auka meðvitund fólks um vandamál heimilislausra.

Fegurðarsamkeppni heimilislausra kvenna í Belgíu er þriðja framtakið sem þykir mjög smekklaust.  Fjórða framtakið var í Frakklandi, þar sem bæjarstjóri tók upp á því að láta úða fælandi lykt í anddyri verslunarmiðstöðvar, þar sem algengt var að heimilislaust fólk héldi til.

Síðast í röðinni er gerð raunveruleikaþáttar um heimilislaust fólk, þar sem fólkið var látið keppa um heimili, bíl og starf.

Samtökin segja þetta sýna neikvæða staðalímynd heimilislausra og að farnar séu rangar leiðir til að takast á við vandamálin. - þeb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×