Lífið

Hall ver bókina sína

Jerry Hall vildi sýna börnunum sínum að hún og Jagger hefðu eitt sinn verið ástfangin.
Jerry Hall vildi sýna börnunum sínum að hún og Jagger hefðu eitt sinn verið ástfangin.

Jerry Hall segist ekki sjá eftir því að hafa gefið út bókina Jerry Hall: My Life in Pictures sem skartar myndum af henni og fyrrverandi eiginmanni hennar, Mick Jagger, í tilhugalífinu. Hall og Jagger voru gift í níu ár og eignuðust saman fjögur börn.

Hall segist hafa viljað gefa bókina út til að leyfa börnunum sínum að sjá að þau voru getin af ást. „Þegar þú skilur sjá börnin ekki foreldra sína saman en ég vildi leyfa þeim að sjá að við áttum margar mjög góðar stundir saman,“ sagði Hall í samtali við breska spjall­þáttinn Loose Women.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.