Erlent

Efnavopna-Ali hengdur

Ali Hassan al-Majid, eða Efnavopna-Ali eins og hann var kallaður. Mynd/AFP
Ali Hassan al-Majid, eða Efnavopna-Ali eins og hann var kallaður. Mynd/AFP
Írakinn Ali Hassan al-Majid, eða Efnavopna-Ali eins og hann var yfirleitt kallaður, var tekinn af lífi í dag. Hann var frændi Saddams Hussein fyrrum Íraksforseta.

Ali hlaut fjórum sinnum dauðadóm fyrir glæpi gegn mannkyninu nú síðast fyrir rúmri viku þegar hann var dæmdur til hengingar fyrir að fyrirskipa gasárás á Kúrda árið 1988 þegar rúmlega fimm þúsund manns fórust. Fyrri dómar náðu ekki fram að ganga, meðal annars vegna þess að þeir Kúrdar sem lifðu af gasárásina vildu að sínar raddir fengju að heyrast í málinu gegn Ali.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×