Lífið

Illmenni í næstu Bond

Rachel Weisz mun hugsanlega leika illmennið í næstu Bond-mynd.
Rachel Weisz mun hugsanlega leika illmennið í næstu Bond-mynd.

Orðrómur er uppi um að Rachel Weisz leiki aðal-illmennið í næstu James Bond-mynd, sem verður sú 23. í röðinni. Weisz yrði ekki fyrsta konan til að taka að sér þetta hlutverk því Sophie Marceau reið á vaðið í myndinni The World Is Not Enough.

Weisz er þekktust fyrir leik í myndum á borð við The Mummy, About A Boy og Constantine og verður forvitnilegt að sjá hana etja kappi við Daniel Craig, hreppi hún hlutverkið. Cheryl Cole úr hljómsveitinni Girls Aloud hefur áður verið nefnd sem hugsanleg Bond-stúlka en hún er þessa dagana að skilja við fótboltakappann Ashley Cole.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.