Erlent

Mótmælendur gerðu hróp að Obama

Heimir Már Pétursson skrifar
Hróp voru gerð að Barack Obama í Bridgeport í Connecticut í gær.
Hróp voru gerð að Barack Obama í Bridgeport í Connecticut í gær.
Barack Obama forseti Bandaríkjanna varð að gera hlé á ræðu sem hann hélt í Bridgeport í Connecticut í gær þegar mótmælendur hrópuðu að honum.

Um var að ræða hóp háskólanema frá Harvard og Yale sem hrópuðu að forsetanum að standa betur að baráttunni gegn alnæmi og báru mótmælaspjöld með áletrunum um að Bandaríkin standi við loforð um stofnun alþjóðlegrar stofnunar í baráttunni gegn alnæmi. Mótmælendur náðu að trufla ræðu forsetans í nokkrar mínútur en stuðningsmenn forsetans tóku að hrópa nafn hans til að kæfa köll mótmælenda, sem að lokum var fylgt út úr fundarsalnum.

Obama sagði að mótmælendum væri nær að gera köll að þeim sem kæmu í veg fyrir fjármögnun alþjóðlegs átaks gegn alnæmi, í stað þess að gera köll að honum sem væri að reyna að fá fjármögnunina samþykkta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×